Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iceland Airwaves Tónleikar á Íslandi Einar Bárðarson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fyllist miðborg Reykjavíkur af tónlist, orku og sköpun þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst enn á ný. Hátíðin hefur í rúma tvo áratugi verið einn mikilvægasti vettvangur íslenskrar tónlistar — bifröst milli íslenskrar tónlistarsenu og goðheima nútímans.Á Airwaves fá nýir og upprennandi listamenn tækifæri til að stíga á svið við hlið reyndari listamanna, kynnast fagfólki úr heiminum og kynna verk sín fyrir alþjóðlegum áhorfendum. Fjölmargir hafa tekið sín fyrstu skref á þessari hátíð og notið árangurs langt út fyrir landsteinana. Fyrir marga hefur Iceland Airwaves verið upphafið að ferli sem breytti lífi þeirra.Þess vegna skiptir hátíðin máli — ekki aðeins sem tónlistar- og gleðihátíð, heldur sem einn öflugasti innviður íslenskrar menningar og skapandi efnahagslífs. Hún tengir fólk, kveikir vonir og skapar verðmæti.Hún er í senn vettvangur, brú og tákn um þann kraft sem býr í íslenskri tónlist.Fyrir fáum árum stóð hátíðin á illa. Þá steig SENA Live fram og bjargaði Iceland Airwaves frá glötun. Rekstur hennar hafði ratað í ógöngur, og ljóst var að grípa þyrfti til breytinga. SENA Live bauðst til og tók við keflinu með ábyrgð, sýn og kjark — og tryggði að hátíðin héldi áfram að lifa og þróast.Það hefur reynst mikið þrekvirki af þeirra hálfu – og alls ekki sjálfgefið.Mig langar með þessum línum að þakka SENU Live fyrir eljuna og baráttuna fyrir hönd íslenskrar tónlistar. Það er mitt mat að hátíðin sé nú í höndum traustra og faglegra aðila sem njóta virðingar bæði hér heima og erlendis. SENA Live er stærsti tónleikahaldari í sögu Íslands og stendur með reisn fyrir íslenska tónlist og menningu. Ég óska þeim, og öllu tónlistarfólkinu sem kemur fram þessa viku í Reykjavík, frábærrar uppskeru.Gleðilega og gefandi hátíð – sjáumst í borginni um helgina. Höfundur er formaður stjórnar Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar