Tónleikar á Íslandi

Fréttamynd

Heiðra Arvo Pärt í Landa­kots­kirkju

Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri.

Tónlist
Fréttamynd

Ein­vala­lið kemur fram á Karlsvöku

Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Vildi frekar hafa David Hasselhoff upp­á vegg en Jón Ólafs

Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Fjarsambandinu loksins lokið

„Við höfum ekki verið feimnir við að feta ótroðnar slóðir í gegnum tíðina,“ segja þeir Daníel Óskar og Kolbeinn Sveinsson sem saman mynda drengjakórinn Sprite Zero Klan. Strákarnir hafa verið í smá dvala undanfarin misseri en Daníel elti ástina til Slóvakíu á meðan Kolbeinn hefur verið að sinna leiklistinni í Listaháskólanum.

Tónlist
Fréttamynd

Raf­tón­listar­hátíðin Extreme Chill haldin í sex­tánda sinn næstu helgi

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í sextánda sinn í Reykjavík dagana 3.-7. september. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru John Maus, Romeo Poirier, Antonina Nowacka og Patricia Wolf. Hátíðin fer fram á sex stöðum í miðbænum og verður skemmtistaðurinn Húrra enduropnaður sérstaklega fyrir hátíðina.

Tónlist
Fréttamynd

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Menning
Fréttamynd

Sagði nei takk við Durex en já við Netflix

„Fyrir tíu árum hefði ég sagði að það væru engar líkur á því að ég væri hér í dag,“ segir fyrrum fótboltakappinn, leikarinn og IceGuys stjarnan Rúrik Gíslason en líf hans hefur þróast í ófyrirsjáanlegar áttir eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna 32 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmti­leg

Á miðöldum sungu munkar gregóríska söngva með svo löngum frösum að það minnti helst á keppni í köfun: hver gæti haldið niðri í sér andanum lengst? Ef einhver datt niður úr súrefnisskorti var það talið píslardauði í þágu kirkjunnar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Töluðu ís­lensku við mann­hafið

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar bandaríska hljómsveitin Smashing Pumpkins mætti á svið Laugardalshallar í gærkvöldi. Uppselt varð á tónleikana á fyrsta degi miðasölu í vetur og ljóst að mun færri komust að en vildu. 

Lífið
Fréttamynd

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið
Fréttamynd

Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tón­leika

Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. 

Lífið
Fréttamynd

Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf

Tónlistarmenn og gestir á Innipúkanum eru að sögn viðburðarhaldara hæstánægðir við aðstöðuna í Austurbæjarbíó sem er að mörgu leyti aftur farin að gegna sínu gamla hlutverki sem tónleika- og menningarhús. 

Lífið
Fréttamynd

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu tón­leikar Purrksins í fjöru­tíu ár

Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans.

Lífið
Fréttamynd

„Öll dýrin í skóginum voru vinir“

„Við erum bara algjörlega í skýjunum með hvernig þetta fór,“ segir tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson, aðalsöngvari Kaleo í samtali við blaðamann um vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar í Vaglaskógi.

Tónlist
Fréttamynd

„Fór al­gjör­lega fram úr björtustu vonum“

Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

„Seldist upp í rúturnar nánast jafn snar­lega og á tón­leikana“

Jakob Frímann Magnússon skipuleggjandi Kaleo-tónleikanna í Vaglaskógi segir að rútuferðir í Vaglaskóg hafi selst upp nærri því jafn snarlega og á tónleikana sjálfa. Hann sagði frá því í kvöldfréttum í gær að ekki hafi selst upp jafn snarlega á neinn viðburð í Íslandssögunni. 

Lífið