Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:16 Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar