Orðum fylgir ábyrgð Sigrún Arnardóttir skrifar 1. desember 2022 08:01 Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur persónuleikaröskunin Narsisimi mikið verið í umræðunni og er það af hinu góða. Röskunin er talin með þeim alvarlegri og einna mest eyðileggjandi sem fyrir finnst en afleiðingar þess að vera í nánum samskiptum við narsisista geta haft í för með sér mikinn sálrænan skaða. Narsisistinn svífst oftar en ekki einskins til að fá þarfir sínar uppfylltar, hunsar þarfir og líðan annarra og beitir oft alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki í kringum sig. Það liggur því í augum uppi að það getur tekið fólk ár, ef ekki áraraðir að vinna sig út úr slíkum aðstæðum, ef það þá tekst yfir höfuð. Fræðsla og þekking á einkennum og algengum samskiptamunstrum sem birst geta í samskiptum við narsistia er því gagnleg og getur orðið til þess að fólk forðar sér fyrr en ella frá samböndum eða tengslum við þá. Ráðgjafi nokkur hjá Stígamótum skrifaði nýverið grein þar sem hún fór vel í gegnum þau einkenni sem oft eru áberandi hjá fólki sem uppfyllir persónuleikaröskunina Narsisima. Hún vísaði í rannsóknir máli sínum til stuðnings um alvarleika þess og afleiðingar á konur eftir að hafa verið í nánum tenglsum við þá (giftar eða í sambúð). Þessi sami ráðgjafi dró verulega í efa grein sem undirrituð birti fyrir rúmlega tveimur mánuðum og tilgang hennar. Tilgangurinn með þeirri grein var ekki að gera lítið úr þeim alvarlegu brotum sem ofbeldi hefur í för með sér á þolendur. Áfallasaga eða „trauma“ sem fylgir í kjölfar ofbeldis telst alltaf alvarlegt mál og ber að meðhöndla sem slíkt. Í grein undirritaðrar var hins vegar vakin athygli á því að orðum fylgir ábyrgð og við þurfum að vanda orðaval okkar þegar við „slengjum“ því fram að fólk séu narsisisti eða með aðrar persónuleikaraskanir sem það uppfyllir ekki greiningarviðmið fyrir. Í ljósi ofanverðrar umræðu um hve samskipti við narisista geta verið skaðleg og eyðileggjandi er mín skoðun sú að það sé óábyrgt að saka fólk um það að vera narsisisti ef það uppfyllir ekki þau viðmið. Það að „stimpla“ aðra manneskju opinberlega, (t.d. á samfélagsmiðlum og/eða í fjölmiðlum) með eina skaðlegustu persónuleikaröskun sem fyrirfinnst, telst einnig vera ofbeldi og opinber niðurlæging og getur skaðað verulega líðan og heilsu þess sem borin er slíkum sökum. Málið er einfalt, vöndum okkur þegar við tölum um aðra, sýnum ábyrga hegðun og vörumst að fella opinbera dóma yfir öðrum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar