Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar 12. júlí 2025 11:02 Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðinni er almennt illa við langt málþóf - nema hún trúi að það sé í þágu almennings. Svo þegar málþófi er beitt þá færist fylgið frá þeim þingflokkum sem kjósendum sýnist standa fyrir sérhagsmunum og til þeirra sem kjósendum virðist verja almannahag. Icesave-málþófið sem þvinga málið í þjóðaratkvæðagreiðslu svo kjósendur sjálfir gætu kosið um almannahag færði Sigmundi Davíð svo mikið fylgi að hann sigraði kosningarnar 2013 og varð forsætisráðherra. - Tilgangur málþófsins var skýr fyrir meirihluta kjósenda og sanngjarn. Réttlætanleg Tímamörk málþófa. Þegar ég datt inn á þing 2013 þá var eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að LÆKKA veiðigjöldin. Forseti Íslands var erlendis og hefði því ekki getað vísað málinu til þjóðarinnar. Við Helgi Hrafn og Birgitta skrifuðum forsetanum, þá Ólafi Ragnari, bréf til að vita hvenær hann kæmi til landsins til að tryggja málskotsréttinn og hótuðum stjórnar herrunum málþófi þangað til. - Eins og það er mikilvægt að tilgangur málþófs sé kjósendum skýr og sanngjarn, þá á er mikilvægt að tímamörkin séu réttlætanleg líka. Þegar Ólafur Ragnar forseti kom heim bauð hann okkur á Bessastaði til að fara yfir málið - og skrifaði á endanum undir því hann sagði lækkun veiðigjalda ekki vera grundvallar breyting á fiskveiðistjórnunarkerfinu. - Auðvitað er hækkun veiðigjalda það ekki heldur núna. Tilgangur og Tímamörk Sægreifa-málþófsins. Til að klúðra ekki málþófi þurfa þingmenn sem í því standa að fá kjósendur til að trúa að tilgangur málþófsins sé í þeirra eigin þágu og að tíminn sem það tekur sé réttlætanlegur. Tilgangur þessa málþófs þingliða Hildar Sverris (XD), Simma (XM) og Sigurðar Inga (XB) er í augum flestra kjósenda grímulaus sérhagsmunagæsla fyrir óligarka Íslands - á kostnað almannahags og á kostnað framgöngu góðra mála á Alþingi. Svo er hótað að þæfa málið í allt sumar - nema lagafrumvarp sem sægreifarnir vilja verði samþykkt í staðinn. - Tilgangur málþófsins er sérhagsmunagæsla og tímamörk þess eru engin. Þannig bjuggu þau sjálf til réttlætingu á því að málþófið væri stöðvað samkvæmt lögum. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. reyndi að þvinga í gegn Icesave þá virkjaði Forseti Íslands 26. gr. stjórnarskrárinnar til að tryggja vilja kjósenda. - Núna þegar Hildur, Simmi og Sigurður reyna að þvinga í gegn sérhagsmuni sægreifanna þá styður meirihluti kjósenda að beita 71. gr. þingskaparlaga til að stöðva málþófið. Og nú þegar málþófið hefur að lokum verið stöðvað samkvæmt lögum þá er ljóst að sægreifa-flokkunum hefur ekkert tekst nema að etja miklum meirihluta almennings og hluta eigin kjósenda hóps upp á móti sér og sægreifunum. - Fullkomið klúður! Ein regla snjallra stjórnmálamanna er að: “trufla ekki andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.” Svo það hefði kannski verið snjallt að leyfa sægreifa-flokkunum bara að reyta af sér fylgið í allt sumar. En það að stöðva sægreifa-málþófið núna strax er í þágu framgöngu góðra mála sem bæði almenningur og Alþingi vilja klára. Það er lýðræði. Kristrún Frostadóttir, hennar ríkisstjórn og þeirra þingflokkar, eiga heiður skilið fyrir að „gæta að almannahagsmunum og [...] standa vörð um lýðræðið“ og „verja lýðveldið Ísland [...] stjórnskipan landsins og heiður Alþingis. - Kærar þakkir 🌸 Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun