Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar 12. júlí 2025 10:01 Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Davíð Aron Routley Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun