Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir og Yousef Ingi Tamimi skrifa 14. júlí 2025 16:02 Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo? Þegar sagan mun meta viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þjóðarmorðinu sem hefur átt sér stað frá árinu 2023 í Palestínu mun hún sérstaklega meta leiðtoga sem brugðust í orði og verki. Ursula von der Leyen stendur þar fremst á meðal jafningja. Hún hefur sýnt afgerandi og einhliða stuðning við Ísrael, jafnvel eftir að alþjóðleg mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir miklum áhyggjum af fjöldamorðum á saklausu fólki. Fullyrða má að hún beri mikla pólitíska og siðferðislega ábyrgð á þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu. Strax í október 2023 lýsti von der Leyen yfir fullum stuðningi við Ísrael: „Ísrael hefur rétt til að verja sig – í dag og næstu daga. Evrópusambandið stendur með Ísrael,“ sagði hún. Þetta var sagt áður en nokkuð var minnst á alþjóðalög, hlutfallsleg viðbrögð, eða vernd óbreyttra borgara. Engin orð féllu um palestínsku fórnarlömbin. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var táknræn stuðningsyfirlýsing hennar. Framkvæmdastjórn ESB var lýst upp í litum ísraelska fánans en með því var leiðtogi 450 milljóna manna bandalags að opinberlega taka afstöðu með Ísrael, ríki sem þegar var byrjað að stunda þjóðernishreinsanir í Palestínu.Á sama tíma og von der Leyen stóð með Ísrael, afneitar hún þeim grundvallarsáttmálum sem Evrópusambandið hefur lengi flaggað, meðal annars Genfarsáttmálunum, sem banna árásir á almenna borgara. Frá október 2023 hafa fleiri en 60.000 Palestínumenn verið myrtir, þó líklegra sé að fleiri en hundruð þúsundir hafi verið myrt. Sjúkrahús, skólar, flóttamannabúðir og birgðastöðvar fyrir matvæli hafa verið sprengd í loft upp og þrátt fyrir þessa óafsakanlegu glæpi, og þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi tekið fyrir mál þar sem Ísrael er sakað um þjóðarmorð, hefur von der Leyen ekki lýst yfir neinni gagnrýni á aðgerðir Ísraelsstjórnar. Staðfastur stuðningur jafnvel eftir að aðvörunarbjöllur um þjóðarmorð hljómuðu víða, er ábyrgðarlaus og óverjandi og sýnir virkan þátt hennar í þjóðarmorðinu. Það eru ekki aðeins friðarsinnar og aðgerðasinnar sem gagnrýna von der Leyen. Fjöldi þingmanna Evrópuþingsins, þar á meðal írski þingmaðurinn Clare Daly, hafa kallað hana „Frau Genocide“ og sakað hana um að „styðja grimmilegt aðskilnaðarríki“. Í apríl 2024 var von der Leyen trufluð á fundi í Brussel af mótmælendum sem hrópuðu „Blóð palestínskra barna er á þínum höndum!“ Þessar ásakanir eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkvæmt skýrslu frá Transnational Institute var stuðningur von der Leyen við Ísrael notaður af ísraelskum embættismönnum sem hluti af vörn þeirra gegn ásökunum um þjóðarmorð. Aðgerðir von der Leyen hafa leitt til klofnings innan ESB. Ríki eins og Spánn, Írland, Belgía og Lúxemborg hafa krafist vopnasölubanns gegn Ísrael, endurskoðunar á tengslum ESB og Ísraels, og tafarlauss vopnahlés. Samt sem áður hefur framkvæmdastjórnin undir forystu hennar staðið gegn slíkum aðgerðum og tafið eða hindrað formlegt viðbragð ESB gegn Ísrael Yfir 800 starfsmenn ESB hafa einnig skrifað undir bréf sem gagnrýnir von der Leyen fyrir hlutdrægni með Ísrael og að neita að minnast á Palestínu, þrátt fyrir það tveggja ríkja lausn sé yfirlýst stefna ESB. Slík tálmun er ekki aðeins siðferðilega ámælisverð heldur grefur undan lögmæti Evrópusambandsins sem málsvara mannréttinda og lýðræðis. Aðgerðir Von der Leyen fara gegn óskum almennings í Evrópu sem hafa sýnt stuðning við frjálsri Palestínu með því að fjölmenna á mótmælum á götum úti og krafist réttlætis. Von der Leyen stendur á móti fólkinu sem hún á að þjóna. Stuðningur hennar hefur verið slíkur að sérstakur mannréttindafulltrúi SÞ, Francesca Albanese, hefur lagt fram kvörtun til Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gegn von der Leyen og öðrum háttsettum ESB-embættismönnum fyrir að „styðja, hvetja til eða auðvelda“ stríðsglæpi Ísraels. Von der Leyen getur ekki lengur skýlt sér á bak við „stuðning við bandamenn“ eða „rétt Ísraels til að verja sig“. Þegar vörnin verður ígildi þjóðarmorðs og hún stendur með þeim sem framkvæma hana þá liggur það í augum uppi að hún er meðsek. Ursula von der Leyen hefur með orðum sínum, verkum sínum og þögn sinni, dregið Evrópusambandið inn í siðferðilegt og lagalegt svarthol. Hún hefur brugðist grundvallarreglum mannréttinda, alþjóðalaga og evrópskra gilda. Hún hefur stutt hernaðaraðgerðir sem Sameinuðu þjóðirnar, Mannréttindavaktin og fjöldi ríkja hafa lýst sem þjóðarmorði. Hún hefur þagað þegar börn hafa verið drepin og matarhjálp sprengd í loft upp. Í ljósi alls þessa er nauðsynlegt að kalla eftir því að von der Leyen axli ábyrgð. Ekki aðeins fyrir vanhæfni til að leiða Evrópusambandið á erfiðum tímum heldur einnig fyrir siðferðisbrest og þátttöku í glæpum gegn mannkyninu. Íslendingar ættu allir að standa upp og tilkynna fröken þjóðarmorð að henni sé ekki boðið! Höfundar eru, Linda Ósk, læknir, og Yousef, hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Evrópusambandið Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir bárust þess efnis í dag að von væri á Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í “vinnuheimsókn” til landsins. Þar mun hún funda með forsætis- og utanríkisráðherra og sækja bæði Grindavík og Þingvelli heim. Heimsóknina kallar Kristrún Frostadóttir „mikið fagnaðarefni“ - en er það svo? Þegar sagan mun meta viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þjóðarmorðinu sem hefur átt sér stað frá árinu 2023 í Palestínu mun hún sérstaklega meta leiðtoga sem brugðust í orði og verki. Ursula von der Leyen stendur þar fremst á meðal jafningja. Hún hefur sýnt afgerandi og einhliða stuðning við Ísrael, jafnvel eftir að alþjóðleg mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir miklum áhyggjum af fjöldamorðum á saklausu fólki. Fullyrða má að hún beri mikla pólitíska og siðferðislega ábyrgð á þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu. Strax í október 2023 lýsti von der Leyen yfir fullum stuðningi við Ísrael: „Ísrael hefur rétt til að verja sig – í dag og næstu daga. Evrópusambandið stendur með Ísrael,“ sagði hún. Þetta var sagt áður en nokkuð var minnst á alþjóðalög, hlutfallsleg viðbrögð, eða vernd óbreyttra borgara. Engin orð féllu um palestínsku fórnarlömbin. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var táknræn stuðningsyfirlýsing hennar. Framkvæmdastjórn ESB var lýst upp í litum ísraelska fánans en með því var leiðtogi 450 milljóna manna bandalags að opinberlega taka afstöðu með Ísrael, ríki sem þegar var byrjað að stunda þjóðernishreinsanir í Palestínu.Á sama tíma og von der Leyen stóð með Ísrael, afneitar hún þeim grundvallarsáttmálum sem Evrópusambandið hefur lengi flaggað, meðal annars Genfarsáttmálunum, sem banna árásir á almenna borgara. Frá október 2023 hafa fleiri en 60.000 Palestínumenn verið myrtir, þó líklegra sé að fleiri en hundruð þúsundir hafi verið myrt. Sjúkrahús, skólar, flóttamannabúðir og birgðastöðvar fyrir matvæli hafa verið sprengd í loft upp og þrátt fyrir þessa óafsakanlegu glæpi, og þrátt fyrir að Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi tekið fyrir mál þar sem Ísrael er sakað um þjóðarmorð, hefur von der Leyen ekki lýst yfir neinni gagnrýni á aðgerðir Ísraelsstjórnar. Staðfastur stuðningur jafnvel eftir að aðvörunarbjöllur um þjóðarmorð hljómuðu víða, er ábyrgðarlaus og óverjandi og sýnir virkan þátt hennar í þjóðarmorðinu. Það eru ekki aðeins friðarsinnar og aðgerðasinnar sem gagnrýna von der Leyen. Fjöldi þingmanna Evrópuþingsins, þar á meðal írski þingmaðurinn Clare Daly, hafa kallað hana „Frau Genocide“ og sakað hana um að „styðja grimmilegt aðskilnaðarríki“. Í apríl 2024 var von der Leyen trufluð á fundi í Brussel af mótmælendum sem hrópuðu „Blóð palestínskra barna er á þínum höndum!“ Þessar ásakanir eru ekki úr lausu lofti gripnar en samkvæmt skýrslu frá Transnational Institute var stuðningur von der Leyen við Ísrael notaður af ísraelskum embættismönnum sem hluti af vörn þeirra gegn ásökunum um þjóðarmorð. Aðgerðir von der Leyen hafa leitt til klofnings innan ESB. Ríki eins og Spánn, Írland, Belgía og Lúxemborg hafa krafist vopnasölubanns gegn Ísrael, endurskoðunar á tengslum ESB og Ísraels, og tafarlauss vopnahlés. Samt sem áður hefur framkvæmdastjórnin undir forystu hennar staðið gegn slíkum aðgerðum og tafið eða hindrað formlegt viðbragð ESB gegn Ísrael Yfir 800 starfsmenn ESB hafa einnig skrifað undir bréf sem gagnrýnir von der Leyen fyrir hlutdrægni með Ísrael og að neita að minnast á Palestínu, þrátt fyrir það tveggja ríkja lausn sé yfirlýst stefna ESB. Slík tálmun er ekki aðeins siðferðilega ámælisverð heldur grefur undan lögmæti Evrópusambandsins sem málsvara mannréttinda og lýðræðis. Aðgerðir Von der Leyen fara gegn óskum almennings í Evrópu sem hafa sýnt stuðning við frjálsri Palestínu með því að fjölmenna á mótmælum á götum úti og krafist réttlætis. Von der Leyen stendur á móti fólkinu sem hún á að þjóna. Stuðningur hennar hefur verið slíkur að sérstakur mannréttindafulltrúi SÞ, Francesca Albanese, hefur lagt fram kvörtun til Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gegn von der Leyen og öðrum háttsettum ESB-embættismönnum fyrir að „styðja, hvetja til eða auðvelda“ stríðsglæpi Ísraels. Von der Leyen getur ekki lengur skýlt sér á bak við „stuðning við bandamenn“ eða „rétt Ísraels til að verja sig“. Þegar vörnin verður ígildi þjóðarmorðs og hún stendur með þeim sem framkvæma hana þá liggur það í augum uppi að hún er meðsek. Ursula von der Leyen hefur með orðum sínum, verkum sínum og þögn sinni, dregið Evrópusambandið inn í siðferðilegt og lagalegt svarthol. Hún hefur brugðist grundvallarreglum mannréttinda, alþjóðalaga og evrópskra gilda. Hún hefur stutt hernaðaraðgerðir sem Sameinuðu þjóðirnar, Mannréttindavaktin og fjöldi ríkja hafa lýst sem þjóðarmorði. Hún hefur þagað þegar börn hafa verið drepin og matarhjálp sprengd í loft upp. Í ljósi alls þessa er nauðsynlegt að kalla eftir því að von der Leyen axli ábyrgð. Ekki aðeins fyrir vanhæfni til að leiða Evrópusambandið á erfiðum tímum heldur einnig fyrir siðferðisbrest og þátttöku í glæpum gegn mannkyninu. Íslendingar ættu allir að standa upp og tilkynna fröken þjóðarmorð að henni sé ekki boðið! Höfundar eru, Linda Ósk, læknir, og Yousef, hjúkrunarfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun