Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson og Vilhjálmur Árnason skrifa 13. júlí 2025 16:01 Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ásakanir um aðför að lýðræðinu hafa gengið á milli ríkisstjórnar og minnihluta á Alþingi frá því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskapalaga og lagði til að umræðum um veiðigjaldafrumvarpið yrði hætt og gengið til atkvæða. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir að um sorgardag fyrir lýðræðið væri að ræða. Þingmenn Miðflokks gengu lengra, og sögðu stjórnarliða haga sér eins og einræðisherra. Þórunn þingforseti varði hins vegar ákvörðunina með því að nauðsynlegt væri að beita 71. greininni til þess að Alþingi gæti sinnt lýðræðislegu hlutverki sínu. Hvernig stendur á því að sama ákvörðun er bæði gagnrýnd sem aðför að lýðræðinu og lýst sem nauðsynlegri til að standa vörð um lýðræðið? Svarið felst í því að fulltrúalýðræði, eins og það tíðkast á Íslandi, hefur tvö meginmarkmið sem geta í sumum tilvikum stangast á. Annars vegar á það að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en ákvarðanir eru teknar; hins vegar á það að tryggja að vilji meirihlutans verði að veruleika. Umræðuhlutverkið Þegar spurt er hvað lýðræði feli í sér, er eflaust það fyrsta sem flestum dettur í hug að meirihlutinn fái að ráða. Og auðvitað er það ein meginforsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði að vilji meirihlutans verði alla jafna að veruleika. Á þessu eru þó mikilvægar takmarkanir sem oft eru bundnar í stjórnarskrá, svo sem ákvæði um mannréttindi sem koma til dæmis í veg fyrir að meirihlutinn traðki á minnihlutahópum. Á Alþingi gegna þingsköp meðal annars því hlutverki að vernda minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. Meirihlutaræðið er þó ekki eina markmið fulltrúalýðræðis og varasamt er að leggja megináherslu á það. Umræðuhlutverkið er ekki síður mikilvægt. Reyndar má segja að hlutverk Alþingis sé einmitt að miklum hluta að tryggja að vönduð umræða fari fram áður en þingmenn ganga til atkvæða. Markmið slíkrar umræðu eru tvíþætt. Annars vegar að tryggja að þingmenn geti myndað sér rökstudda og vel ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem þeir kjósa um. Til þess þurfa þeir að hafa aðgang að fjölbreyttum sjónarmiðum og viðeigandi upplýsingum. Hins vegar er tilgangurinn sá að kjósendur geti fylgst með umræðunni og metið viðhorf og vinnubrögð þeirra fulltrúa sem þeir hafa kosið til þingsins. Í umræðuhlutverkinu felast því bæði aðhald og gæðakröfur sem eiga að einkenna þroskað lýðræði og stuðla að valdajafnvægi. Meirihlutinn fái að ráða Í fulltrúalýðræði á atkvæðafjöldi á Alþingi að tryggja að þau mál séu á endanum samþykkt og þau lög verði að veruleika sem þingmeirihluti er fyrir. Stundum getur þó umræðan staðið í vegi fyrir því að vilji meirihlutans verði að veruleika og leitt til málamiðlana sem skapa breiðari sátt um löggjöfina. Einnig getur minnihlutinn hagað umræðu þannig að markmiðið sé ekki (lengur) að varpa ljósi á mál og vanda málsmeðferð heldur einungis að hindra að vilji meirihlutans verði að veruleika. Vann þingforseti gegn lýðræðinu? Til þess að meta hvort beiting 71. greinarinnar hafi verið í samræmi við lýðræðisleg sjónarmið þarf að horfa til beggja meginmarkmiða fulltrúalýðræðis: Annars vegar að tryggð sé vönduð og upplýst umræða og hins vegar að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Þegar forseti Alþingis ákvað að beita ákvæðinu höfðu umræður um veiðigjaldafrumvarpið staðið í rúmar 160 klukkustundir. Þremur dögum áður hafði frumvarpið þegar orðið það þingmál sem fengið hefur mestan umræðutíma síðan málstofur Alþingis voru sameinaðar árið 1991. Góð þingsköp stuðla að vandaðri málsmeðferð og verja minnihlutann gegn ofríki meirihlutans. En þau eiga einnig að koma í veg fyrir að minnihlutinn geti hindrað að vilji meirihlutans nái fram að ganga. Það liggur í hlutarins eðli að umræðum þarf að ljúka til að hægt sé ganga til atkvæða þannig að vilji meirihlutans verði að veruleika. Sú spurning stendur eftir, þegar meta á lýðræðislegt gildi ákvörðunar þingforsetans, hvort ástæða sé til að ætla að ný sjónarmið eða nýjar og mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram, ef umræðan hefði haldið áfram. Hlynur Orri Stefánsson er prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla Vilhjálmur Árnason er prófessor emeritus í heimspeki við Háskóla Íslands
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar