Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson, Elvar Örn Friðriksson og Snæbjörn Guðmundsson skrifa 12. júlí 2025 09:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Árni Finnsson Snæbjörn Guðmundsson Elvar Örn Friðriksson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar