Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2025 23:01 Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun