Lyftistöng fyrir heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 19. október 2022 08:01 Undanfarin ár hefur orðið hröð fólksfjölgun á Suðurnesjum með tilheyrandi vaxtarverkjum. Lýðheilsuvísar sem Embætti Landlæknis birtir reglulega hafa sýnt að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu hafa verið óhagstæðari á Suðurnesjum en annar staðar á landinu. Í dag búa um 30 þúsund íbúar á svæðinu og það hefur blasað við um tíma að Heilsugæslan á Suðurnesjum nái ekki að anna öllum þessum fjölda. Íbúar á svæðinu hafi um tíma barist yfir bættri heilsugæslu á svæðinu og hefur sú barátta nú skilað árangri. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar Heilbrigðisráðuneytið fékk það verkefni að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum eftir að þverfaglegur starfshópur sem hafði það að markmiði að gera stöðumat og aðgerðaráætlun um eflingu þjónustu ríkisins á svæðinu skilaði skýrslu sinni. Til þess að bregðast við stöðunni þá fól Heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingum Íslands að auglýsa eftir rekstraraðila til þess að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Sjúkratryggingar hafa nú gengið að tilboði Heilsugæslunnar Höfða í rekstur nýrrar einkarekinnar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ. Samkvæmt útboðsgögnum skal heilsugæslustöðin vera opnuð 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings, en undirritun er fyrirhuguð á allra næstu dögum. Það er því ljóst að ný heilsugæslustöð mun líta dagsins ljós á vormánuðum. Hér er um að ræða fyrstu einkareknu heilsugæslustöðina utan höfuðborgarsvæðisins og má svo sannarlega segja að hér sé um að ræða lyftistöng fyrir alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Mikilvægt er að tryggja heilsugæslu fyrir alla, enda er heilsugæslunni ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn samkvæmt lögum. Samhliða þessu mikilvæga skrefi hefur verið tekin ákvörðun um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ sem á að þjóna um 15.000 íbúum. Húsnæði stöðvarinnar verður um 1.350 fermetrar. Ríkissjóður fjármagnar framkvæmdina að fullu en Reykjanesbær leggur til lóðina og liggur fyrir ákvörðun um að heilsugæslustöðin verði reist við Tjarnarbraut/Njarðarbraut. Blandaður rekstur er leið til bættrar þjónustu Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið góð og njóta þær trausts meðal notenda sinna og auka val. Við í Framsókn með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi teljum það vera skynsamlega þróun að hafa einkareknar heilsugæslustöðvar samhliða ríkisreknum. Með því má tryggja að fleiri læknar sæki sér menntun sem heilsugæslulæknar og aukin þjónusta verður í boði. Erfitt hefur verið að fá lækna til þess að fara í sérnám í heimilislækningum. Meðal annars vegna þess að þeir hafa bara eitt form til að fara inn í, það er að starfa á ríkisreknum heilsugæslum á meðan aðrir sérgreinalæknar hafa farið í rekstur með ólíkum hætti. Horfa þarf heildstætt á allan rekstur í heilbrigðiskerfinu en þó er mikilvægast af öllu að allir geti sótt sér heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Alþingismaður fyrir Framsókn í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið hröð fólksfjölgun á Suðurnesjum með tilheyrandi vaxtarverkjum. Lýðheilsuvísar sem Embætti Landlæknis birtir reglulega hafa sýnt að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu hafa verið óhagstæðari á Suðurnesjum en annar staðar á landinu. Í dag búa um 30 þúsund íbúar á svæðinu og það hefur blasað við um tíma að Heilsugæslan á Suðurnesjum nái ekki að anna öllum þessum fjölda. Íbúar á svæðinu hafi um tíma barist yfir bættri heilsugæslu á svæðinu og hefur sú barátta nú skilað árangri. Tvær nýjar heilsugæslustöðvar Heilbrigðisráðuneytið fékk það verkefni að bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum eftir að þverfaglegur starfshópur sem hafði það að markmiði að gera stöðumat og aðgerðaráætlun um eflingu þjónustu ríkisins á svæðinu skilaði skýrslu sinni. Til þess að bregðast við stöðunni þá fól Heilbrigðisráðherra Sjúkratryggingum Íslands að auglýsa eftir rekstraraðila til þess að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ. Sjúkratryggingar hafa nú gengið að tilboði Heilsugæslunnar Höfða í rekstur nýrrar einkarekinnar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ. Samkvæmt útboðsgögnum skal heilsugæslustöðin vera opnuð 4-6 mánuðum eftir undirritun samnings, en undirritun er fyrirhuguð á allra næstu dögum. Það er því ljóst að ný heilsugæslustöð mun líta dagsins ljós á vormánuðum. Hér er um að ræða fyrstu einkareknu heilsugæslustöðina utan höfuðborgarsvæðisins og má svo sannarlega segja að hér sé um að ræða lyftistöng fyrir alla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Mikilvægt er að tryggja heilsugæslu fyrir alla, enda er heilsugæslunni ætlað stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn samkvæmt lögum. Samhliða þessu mikilvæga skrefi hefur verið tekin ákvörðun um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ sem á að þjóna um 15.000 íbúum. Húsnæði stöðvarinnar verður um 1.350 fermetrar. Ríkissjóður fjármagnar framkvæmdina að fullu en Reykjanesbær leggur til lóðina og liggur fyrir ákvörðun um að heilsugæslustöðin verði reist við Tjarnarbraut/Njarðarbraut. Blandaður rekstur er leið til bættrar þjónustu Reynslan af einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið góð og njóta þær trausts meðal notenda sinna og auka val. Við í Framsókn með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi teljum það vera skynsamlega þróun að hafa einkareknar heilsugæslustöðvar samhliða ríkisreknum. Með því má tryggja að fleiri læknar sæki sér menntun sem heilsugæslulæknar og aukin þjónusta verður í boði. Erfitt hefur verið að fá lækna til þess að fara í sérnám í heimilislækningum. Meðal annars vegna þess að þeir hafa bara eitt form til að fara inn í, það er að starfa á ríkisreknum heilsugæslum á meðan aðrir sérgreinalæknar hafa farið í rekstur með ólíkum hætti. Horfa þarf heildstætt á allan rekstur í heilbrigðiskerfinu en þó er mikilvægast af öllu að allir geti sótt sér heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Alþingismaður fyrir Framsókn í Suðurkjördæmi
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun