Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 15:03 Á þessari mynd má sjá níu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna með þeim Joe Biden og Kamölu Harris, forseta og varaforseta. AP/Fred Schilling Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. Áður en hæstaréttardómarar fóru í sumarfrí felldu þeir úr gildi rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs, heimiluðu fólki að bera byssur á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að draga úr mengun og sporna gegn veðurfarsbreytingum, svo eitthvað sé nefnt. Nú munu dómararnir meðal annars taka til skoðunar mál sem snúa að jákvæðri mismunun (e. Affirmative action), kosningum í Bandaríkjunum, trúmálum, málfrelsi og réttindum samkynhneigðra. Öll þessi mál gætu breytt bandarísku samfélagi verulega til margra ára. Einn sérfræðingur sem ræddi við blaðamann New York Times um komandi dómsár hjá Hæstarétti, sagði von á mörgum úrskurðum varðandi mikilvæg mál þar sem sex dómarar færu gegn þremur. Einungis fjórðungur treystir Hæstarétti Skömmu áður en Hæstiréttur Bandaríkjanna fór í sumarfrí birti Gallup könnun sem sýndi að einungis fjórðungur Bandaríkjamanna sagðist bera traust til dómstólsins. Ári áður hafði hlutfallið verið 36 prósent og fyrir þessa könnun hafði lægsta hlutfallið verið þrjátíu prósent, en það mældist árið 2014. Það voru sérstaklega kjósendur Demókrataflokksins sem sögðust treysta Hæstarétti minna. Meðal þeirra fór hlutfallið úr þrjátíu prósentum í þrettán. Óháðir voru á svipuðum slóðum og fór hlutfallið úr fjörutíu prósentum í 25 prósent. Meðal kjósenda Repúblikanaflokksins fór hlutfallið úr 37 prósentum í 39 prósent. Könnunin var gerð áður en dómararnir felldu úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs og miðað við óvinsældir þeirrar ákvörðunar er auðvelt að ímynda sér að traustið hafi ekki aukist síðan þá, nema hjá kjósendum Repúblikanaflokksins. Aldrei færri sem treysta dómskerfinu Nýleg könnun Gallup sýndi svo fram á að einungis 47 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna sögðust bera traust til dómskerfis ríkisins. Það hlutfall hefur aldrei mælst lægra frá því mælingar Gallup hófust á áttunda áratug síðustu og hefur lækkað um rúm tuttugu prósent á tveimur árum. Þá sögðust einungis fjörutíu prósent ánægð með störf Hæstaréttar og 58 prósent sögðust óánægð. Fyrra hlutfallið hefur aldrei verið lægra og það síðara aldrei hærra. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Demókrataflokksins og 46 prósent óháðra sögðu Hæstarétt of íhaldssaman. Einungis ellefu prósent kjósenda Repúblikanaflokksins tóku undir það. Fyrir ári síðan sögðu 66 prósent kjósenda Demókrataflokksins og 37 prósent óháðra að dómstóllinn væri of íhaldssamur. Hlutfallið meðal kjósenda Repúblikanaflokksins hafði einnig aukist milli ára úr sex prósentum í ellefu. Þátttakendur voru ekki spurðir beint út í traust til Hæstaréttar eins og í könnunin frá því í júní. Í niðurstöðum Gallup segir að traust kjósenda til opinberra stofnana í Bandaríkjunum hafi minnkað á undanförnum árum. Samdráttur á trausti til dómskerfisins og sérstaklega Hæstaréttar sé þó mun meiri. Dómarar deila sín á milli Samhliða þessari þróun hafa komið upp deilur milli dómara Hæstaréttar. Elena Kagan, sem þykir ein af frjálslyndari dómurum Hæstaréttar, gagnrýndi íhaldssama kollega sína í nýlegri ræðu og sakaði þau um að hafa skaðað trúverðugleika dómstólsins með því að úrskurða eftir á flokkslínum Repúblikanaflokksins. Hún varaði við því að ef fólk færi að horfa á Hæstarétt og dómskerfið sem arm hins pólitíska kerfis eða að fólk teldi dómara vera að troða sínum persónulega skoðunum upp á aðra, væri voðinn vís. Samuel Alito, sá sem skrifaði álit meirihlutans um að fella stjórnarskrárbundin rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, gagnrýndi Kagan í kjölfarið og sagði hana hafa farið yfir strikið með því að gefa í skyn að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að verða meira pólitískur. Velja málin sjálf Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna ákveða yfirleitt sjálfir hvaða mál þeir taka til skoðunar. Að mestu leyti byggja þær ákvarðanir að því að deilur hafi myndast um dómsmál og niðurstöður þeirra á lægri dómstigum. Á komandi dómsári Hæstaréttar hafa dómarar ákveðið að taka fyrir þó nokkur mál þar sem engar slíkar deilur eða málaferli liggja fyrir. Það þykir til marks um að dómararnir séu viljandi að reyna að hafa áhrif á bandarískt samfélag eftir eigin skoðunum. Markviss áætlun Repúblikana Þrír af níu dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna voru skipaðir af Donald Trump, fyrrverandi forseta, eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings neituðu að taka tilnefningu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til laus embættis í Hæstarétti og fjölmargar tilnefningar til embætta í alríkisdómstólum Bandaríkjanna. Repúblikanar skipuðu svo Amy Coney Barrett til Hæstaréttar rétt fyrir forsetakosningarnar 2020. Allir dómararnir þrír sem Trump skipaði í embætti eru tiltölulega ungir og mjög svo íhaldssamir. Þetta var liður í markvissri áætlun Repúblikana að breyta dómskerfi Bandaríkjanna til margra ára og ná fram ýmsum baráttumálum sínum, sem eru mjög óvinsæl meðal kjósenda, í gegnum dómskerfið. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Áður en hæstaréttardómarar fóru í sumarfrí felldu þeir úr gildi rétt bandarískra kvenna til þungunarrofs, heimiluðu fólki að bera byssur á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að draga úr mengun og sporna gegn veðurfarsbreytingum, svo eitthvað sé nefnt. Nú munu dómararnir meðal annars taka til skoðunar mál sem snúa að jákvæðri mismunun (e. Affirmative action), kosningum í Bandaríkjunum, trúmálum, málfrelsi og réttindum samkynhneigðra. Öll þessi mál gætu breytt bandarísku samfélagi verulega til margra ára. Einn sérfræðingur sem ræddi við blaðamann New York Times um komandi dómsár hjá Hæstarétti, sagði von á mörgum úrskurðum varðandi mikilvæg mál þar sem sex dómarar færu gegn þremur. Einungis fjórðungur treystir Hæstarétti Skömmu áður en Hæstiréttur Bandaríkjanna fór í sumarfrí birti Gallup könnun sem sýndi að einungis fjórðungur Bandaríkjamanna sagðist bera traust til dómstólsins. Ári áður hafði hlutfallið verið 36 prósent og fyrir þessa könnun hafði lægsta hlutfallið verið þrjátíu prósent, en það mældist árið 2014. Það voru sérstaklega kjósendur Demókrataflokksins sem sögðust treysta Hæstarétti minna. Meðal þeirra fór hlutfallið úr þrjátíu prósentum í þrettán. Óháðir voru á svipuðum slóðum og fór hlutfallið úr fjörutíu prósentum í 25 prósent. Meðal kjósenda Repúblikanaflokksins fór hlutfallið úr 37 prósentum í 39 prósent. Könnunin var gerð áður en dómararnir felldu úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs og miðað við óvinsældir þeirrar ákvörðunar er auðvelt að ímynda sér að traustið hafi ekki aukist síðan þá, nema hjá kjósendum Repúblikanaflokksins. Aldrei færri sem treysta dómskerfinu Nýleg könnun Gallup sýndi svo fram á að einungis 47 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna sögðust bera traust til dómskerfis ríkisins. Það hlutfall hefur aldrei mælst lægra frá því mælingar Gallup hófust á áttunda áratug síðustu og hefur lækkað um rúm tuttugu prósent á tveimur árum. Þá sögðust einungis fjörutíu prósent ánægð með störf Hæstaréttar og 58 prósent sögðust óánægð. Fyrra hlutfallið hefur aldrei verið lægra og það síðara aldrei hærra. Sjötíu og eitt prósent kjósenda Demókrataflokksins og 46 prósent óháðra sögðu Hæstarétt of íhaldssaman. Einungis ellefu prósent kjósenda Repúblikanaflokksins tóku undir það. Fyrir ári síðan sögðu 66 prósent kjósenda Demókrataflokksins og 37 prósent óháðra að dómstóllinn væri of íhaldssamur. Hlutfallið meðal kjósenda Repúblikanaflokksins hafði einnig aukist milli ára úr sex prósentum í ellefu. Þátttakendur voru ekki spurðir beint út í traust til Hæstaréttar eins og í könnunin frá því í júní. Í niðurstöðum Gallup segir að traust kjósenda til opinberra stofnana í Bandaríkjunum hafi minnkað á undanförnum árum. Samdráttur á trausti til dómskerfisins og sérstaklega Hæstaréttar sé þó mun meiri. Dómarar deila sín á milli Samhliða þessari þróun hafa komið upp deilur milli dómara Hæstaréttar. Elena Kagan, sem þykir ein af frjálslyndari dómurum Hæstaréttar, gagnrýndi íhaldssama kollega sína í nýlegri ræðu og sakaði þau um að hafa skaðað trúverðugleika dómstólsins með því að úrskurða eftir á flokkslínum Repúblikanaflokksins. Hún varaði við því að ef fólk færi að horfa á Hæstarétt og dómskerfið sem arm hins pólitíska kerfis eða að fólk teldi dómara vera að troða sínum persónulega skoðunum upp á aðra, væri voðinn vís. Samuel Alito, sá sem skrifaði álit meirihlutans um að fella stjórnarskrárbundin rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, gagnrýndi Kagan í kjölfarið og sagði hana hafa farið yfir strikið með því að gefa í skyn að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að verða meira pólitískur. Velja málin sjálf Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna ákveða yfirleitt sjálfir hvaða mál þeir taka til skoðunar. Að mestu leyti byggja þær ákvarðanir að því að deilur hafi myndast um dómsmál og niðurstöður þeirra á lægri dómstigum. Á komandi dómsári Hæstaréttar hafa dómarar ákveðið að taka fyrir þó nokkur mál þar sem engar slíkar deilur eða málaferli liggja fyrir. Það þykir til marks um að dómararnir séu viljandi að reyna að hafa áhrif á bandarískt samfélag eftir eigin skoðunum. Markviss áætlun Repúblikana Þrír af níu dómurum Hæstaréttar Bandaríkjanna voru skipaðir af Donald Trump, fyrrverandi forseta, eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings neituðu að taka tilnefningu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til laus embættis í Hæstarétti og fjölmargar tilnefningar til embætta í alríkisdómstólum Bandaríkjanna. Repúblikanar skipuðu svo Amy Coney Barrett til Hæstaréttar rétt fyrir forsetakosningarnar 2020. Allir dómararnir þrír sem Trump skipaði í embætti eru tiltölulega ungir og mjög svo íhaldssamir. Þetta var liður í markvissri áætlun Repúblikana að breyta dómskerfi Bandaríkjanna til margra ára og ná fram ýmsum baráttumálum sínum, sem eru mjög óvinsæl meðal kjósenda, í gegnum dómskerfið.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira