Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 11:11 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Chris Seward Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. Amy Berman Jackson, felldi í gær dóm yfir Kyle Young, sem játaði að hafa ráðist grimmilega á lögregluþjóninn Michael Fanone þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar í fyrra, með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden. Young, sem tók sextán ára son sinn með sér til Washington DC, tók meðal annars þátt í því að beita Fanone rafbyssu og barði hann með fánastöng. Hún dæmdi hann til 86 mánaða fangelsisvistar og er það einn harðasti dómur sem hefur hingað til fallið vegna árásarinnar á þinghúsið, samkvæmt frétt Washington Post. Jackson sagði dómara og fólk í löggæslu sem komi að málum tengdum Trump standi frammi fyrir fjölmörgum og fordæmalausum ógnunum og hótunum þessa dagana og dómsvaldið þyrfti að draga línu í sandinn. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Dómsvaldið þyrfti að sýna fram á að það væri ekki fyrir hönd Bandaríkjanna sem stuðningsmenn Trumps stæðu vörð við hann en ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum vissu vel að hann hefði tapað kosningunum. Samkvæmt frétt Politico gagnrýndi Jackson, sem var skipuð af Barack Obama, Repúblikana fyrir að ýja að því og jafnvel leggja til að til ofbeldis kæmi ef rannsóknir gegn Trump yrðu ekki lagðar niður. Hún ítrekaði að Young hefði ekki verið lögsóttur og dæmdur fyrir það að vera stuðningsmaður Trumps eða fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið. „Þú ert ekki pólitískur fangi. Þú varst að reyna að stöðva það sem gerir Bandaríkin Bandaríkin. Friðsöm valdaskipti,“ sagði Jackson við Young. McConnell styður breytingar á kjörmannakerfinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann studdi frumvarp sem sneri að því að breyta því hvernig úrslit forsetakosninga eru staðfest. Einungis níu Repúblikanar í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu þegar það var samþykkt þar. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum við meðferði í reglunefnd öldungadeildarinnar. McConnell, sem situr í nefndinni, sagði í gær að það að styðja frumvarpið sneri að almennri skynsemi og að hann styddi það með stolti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite Einungis einn meðlimur nefndarinnar, af fimmtán, greiddi atkvæði gegn því að leggja frumvarpið fyrir öldungadeildina. Það var Ted Cruz, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og hefur ítrekað logið um svindl í kosningunum 2020. Samkvæmt frétt New York Times snýst frumvarpið um það að breyta reglunum á þann veg að varaforseti Bandaríkjanna eigi ekki lengur þátt í staðfestingu úrslita forsetakosninga, þó aðkoma hans sé táknrænn. McConnell sagði að lögin um kjörmannakerfið hafi verið skrifuð fyrir 135 árum og árásin á þinghúsið í fyrra varpaði ljós á mikilvægi þess að uppfæra þau. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, sem taka mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Trump reyndi að beita Mike Pence, varaforseta sinn, þrýstingi og bað hann um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Það sagðist Pence ekki geta gert, því það væri ekki í valdi hans. Frumvarpið snýr einnig að því að tryggja að ráðamenn ríkja geti ekki sent aðra kjörmenn en þá sem kjósendur kusu, sem er eitthvað sem Trump og bandamenn hans reyndu einnig að gera. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Amy Berman Jackson, felldi í gær dóm yfir Kyle Young, sem játaði að hafa ráðist grimmilega á lögregluþjóninn Michael Fanone þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar í fyrra, með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði gegn Biden. Young, sem tók sextán ára son sinn með sér til Washington DC, tók meðal annars þátt í því að beita Fanone rafbyssu og barði hann með fánastöng. Hún dæmdi hann til 86 mánaða fangelsisvistar og er það einn harðasti dómur sem hefur hingað til fallið vegna árásarinnar á þinghúsið, samkvæmt frétt Washington Post. Jackson sagði dómara og fólk í löggæslu sem komi að málum tengdum Trump standi frammi fyrir fjölmörgum og fordæmalausum ógnunum og hótunum þessa dagana og dómsvaldið þyrfti að draga línu í sandinn. Sjá einnig: Enn bætist á vandræði Trumps Dómsvaldið þyrfti að sýna fram á að það væri ekki fyrir hönd Bandaríkjanna sem stuðningsmenn Trumps stæðu vörð við hann en ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum vissu vel að hann hefði tapað kosningunum. Samkvæmt frétt Politico gagnrýndi Jackson, sem var skipuð af Barack Obama, Repúblikana fyrir að ýja að því og jafnvel leggja til að til ofbeldis kæmi ef rannsóknir gegn Trump yrðu ekki lagðar niður. Hún ítrekaði að Young hefði ekki verið lögsóttur og dæmdur fyrir það að vera stuðningsmaður Trumps eða fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið. „Þú ert ekki pólitískur fangi. Þú varst að reyna að stöðva það sem gerir Bandaríkin Bandaríkin. Friðsöm valdaskipti,“ sagði Jackson við Young. McConnell styður breytingar á kjörmannakerfinu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann studdi frumvarp sem sneri að því að breyta því hvernig úrslit forsetakosninga eru staðfest. Einungis níu Repúblikanar í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu þegar það var samþykkt þar. Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum við meðferði í reglunefnd öldungadeildarinnar. McConnell, sem situr í nefndinni, sagði í gær að það að styðja frumvarpið sneri að almennri skynsemi og að hann styddi það með stolti, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite Einungis einn meðlimur nefndarinnar, af fimmtán, greiddi atkvæði gegn því að leggja frumvarpið fyrir öldungadeildina. Það var Ted Cruz, sem er ötull stuðningsmaður Trumps, og hefur ítrekað logið um svindl í kosningunum 2020. Samkvæmt frétt New York Times snýst frumvarpið um það að breyta reglunum á þann veg að varaforseti Bandaríkjanna eigi ekki lengur þátt í staðfestingu úrslita forsetakosninga, þó aðkoma hans sé táknrænn. McConnell sagði að lögin um kjörmannakerfið hafi verið skrifuð fyrir 135 árum og árásin á þinghúsið í fyrra varpaði ljós á mikilvægi þess að uppfæra þau. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, sem taka mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Trump reyndi að beita Mike Pence, varaforseta sinn, þrýstingi og bað hann um að neita að staðfesta úrslit kosninganna. Það sagðist Pence ekki geta gert, því það væri ekki í valdi hans. Frumvarpið snýr einnig að því að tryggja að ráðamenn ríkja geti ekki sent aðra kjörmenn en þá sem kjósendur kusu, sem er eitthvað sem Trump og bandamenn hans reyndu einnig að gera.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51
Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26
Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. 14. september 2022 12:21