Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 10:17 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Prag í gær. AP/Petr David Josek Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins.
Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira