Þar sem kvíðinn fylgir skólanum Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun