Sjókæling á hrauni Hákon Árnason skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Er að furða mig á því af hverju ekki hefur heyrst neitt um þann möguleika að beita sjókælingu til að hefta framgöngu á hrauninu í Meradölum sem hugsanlega er að fara að renna alla leiðina niður að Suðurstrandavegi og þaðan hugsanlega í sjó fram. Man ekki betur en að höfninni í Vestmannaeyjum hafi verið bjargað einmitt með þeirri aðferð að dæla sjó á hraunið og hefta framgöngu þess, þar sem sagan segir eins og ég heyrði hana að líklegast hefði hraunið að öllum líkindum lokað höfninni ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða með aðstoð ameríska varnarliðsins sem lagði okkur til sínar stærstu vatns(sjó) dælur. Spurningin er hvort að það væri ekki vænlegur kostur þegar og ef hraunið komið ofanvið Suðurstrandaveginn sé það komið það nálægt sjónum að tiltölulega stutt verður að dæla sjónum á svæðið til kælingar. Gef mig ekki út fyrir að vera einhvern sérfræðing í málinu en mundi telja að við kælingu á framjaðrinum mundi kælda hraunið hlaðast upp og halda við hraunið líkt og svokölluðum leiði görðum er ætlað að gera og sé hugsanlega skilvirkari barátta við að hemja náttúruöflin en varnargarðar. Og að auki hægt væri að grípa til hennar með syttri fyrirvara og með væntanlega minni tilkostnaði þegar og ef það stefnir í að hraunið ógni mannvirkjum og þá er væntanlega bara verið að tala um veginn og þá litlu byggð neðan við það svæði. En eins og ég segi þá er ég ekki sérfræðingur í þessum málum en þó er þetta spurning sem vert væri að reyna að fá svör við og tala við þá aðila sem komu að sjókælingunni í Vestmannaeyjum sem að mér minnir að hafi verið stýrt af verkfræðingum og öðrum þar til bærum aðilum. Eins má ætla að miklu stærri og öflugri tæki og búnaður til verksins séu í boði heldur en voru til í landinu í Vestmanneyjagosinu. Tiltölulega auðvelt væri að gera litlar tilraunir á hrauninu þar sem það rennur núna til að átta sig á hvernig best væri að beita þessari tækni eða þá fá niðurstöðu um það hvort að þetta væri einhver kostur yfirleitt. Höfundur er húsasmiður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar