Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það tíunda varð norðan Grindavíkur í nóvember 2024.

Fréttamynd

Grind­víkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA

Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lík­legast að næsta gos verði stærra en fyrri gos

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

„Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“

Almannavarnir þurfa að vera undir það búnar að gosvirkni færist á milli eldstöðvakerfa á Reykjanesi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Hann telur líklegt að séum við í stödd í miðjum lokakaflanum í yfirstandandi eldgosahrinu við Svartsengi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­varinn verði ör­fáar mínútur

Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Með hverju eld­gosinu styttist í goslokahátíðina“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.

Innlent
Fréttamynd

Villa í tækja­búnaði misgreindi jarð­skjálfta

Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun.

Innlent
Fréttamynd

Veru­lega dregið úr jarðskjálftahrinunni

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Sex skjálftar yfir 3,0

Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­hrina við Reykja­nes­tá

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanestá á þriðja tímanum og hafa þeir stærstu mælst um 3,5 stig. Skjálftarnir tengjast þó Sundhnúksgígaröðinni ekki með beinum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Rúm­mál kviku ekki verið meira frá því gos­hrinan hófst 2023

Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli.

Innlent
Fréttamynd

Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst

Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftar á Reykja­nesi ekkert til að kippa sér upp við

Steinunn Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana í Krýsuvík sem urðu um klukkan níu í morgun ekki endilega tengjast atburðarrásinni við Sundhnúkagígaröðina. Sjö jarðskjálftar mældust í morgun norðvestur af Krýsuvík. Sá stærsti var 0,9 stig að stærð. Svæðið er mjög virkt en ekki endilega meira núna en venjulega, að sögn Steinunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvikusöfnun heldur á­fram

Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni

Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. 

Viðskipti innlent