Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2022 23:45 Andrew Tate birtir iðulega myndir af sér á Instagram í einkaþotum og við dýra bíla. Skjáskot Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate. Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Emory Andrew Tate III fæddist árið 1986 í Chicago í Bandaríkjunum en hann ólst upp í Luton í Englandi. Tate hóf bardagaferil sinn árið 2005 og barðist aðallega í „kick box-i“ en hann var heimsmeistari í íþróttinni árið 2009. Eftir að hann hætti að berjast færði hann sig yfir á samfélagsmiðla. Hann stofnaði netskólann Hustler‘s University ásamt bróður sínum Tristan en þar gátu karlmenn lært hvernig ætti að koma fram við konur og hvernig ætti að græða pening. View this post on Instagram A post shared by Hustler s University 2.0 (@hustlersuniversity2.0) Lengi verið umdeildur Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann tjáði sig á Twitter um að þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um ætti ekki að flokkast sem kynferðisleg áreitni. Þá vildi hann meina að það væri einnig fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau hafi lent í ofbeldinu. Einnig hefur hann sagt að þunglyndi sé ekki alvöru sjúkdómur. Það kemur kannski ekki á óvart að Tate hafi alls þrisvar sinnum verið bannaður á Twitter fyrir skrif sín en hann má nú aldrei aftur stofna aðgang á samfélagsmiðlinum. Til rannsóknar í Rúmeníu Tate er búsettur í Rúmeníu en hann hefur sagt fylgjendum sínum að fjörutíu prósent af ástæðunni fyrir búsetu hans þar sé að það sé auðveldara að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Rúmenska lögreglan er þó með mál á borði hjá sér þar sem tilkynnt var um að hann væri að halda tveimur konum í húsi sínu gegn þeirra vilja. Gerð var húsleit hjá honum í apríl á þessu ári og fundust konurnar tvær en rannsókn málsins stendur enn yfir. Á TikTok birtast iðulega klippur úr hlaðvarpsþætti hans sem sýndur er hjá Hustler‘s University en hann hefur hvatt aðdáendur sína til þess að dreifa efni hans sem mest um internetið. Horft hefur verið á myndbönd úr þættinum í meira en ellefu milljarða skipti á TikTok. Þeir sem fá aðra til þess að borga fyrir áskrift á vefsíðu Tate fá greidda litla upphæð fyrir aðstoðina. @_cobra_daily Feminists. Polozhenie - Izzamuzzic Remix - Hér fyrir neðan má lesa nokkur ummæli Tate sem hafa birst í myndböndum á TikTok. „Karlmaður getur einungis haldið fram hjá með konu sem hann elskar. Ef ég er með konu sem ég elska og fer út og sef hjá annarri konu sem mér er alveg sama um, þá er það ekki framhjáhald. Það er æfing. En ef hún talar við annan karlmann þá er það framhjáhald.“ „Ef þú ert vinur minn getur þú ekki verið aumingi. „Ó ég fékk hjartaáfall.“ Stattu upp, hvað er að þér? Farðu á spítalann seinna og fáðu þér drykk núna, sígarettu, kaffibolla. Ekki fá hjartaáfall í kringum mig aumingi.“ „Þú ferð ekki á klúbbinn með vinum þínum. Ég veit ekki hvaða kærastaaumingi leyfir gellunni sinni að fara á klúbbinn með sínum án sín. Nei. Þú verður heima. Þú ferð ekki neitt. Engir veitingastaðir, engir klúbbar, ekkert.“ Konur á TikTok hafa margar lýst yfir áhyggjum sínum á aðdáun karlmanna á Tate og segja það vera rautt flagg (e. red flag) ef karlmaður horfir á myndbönd hans og lítur upp til hans. Einhverjar konur hafa hvatt hvora aðra til að hætta með kærustum sínum ef þeir horfa á myndbönd Tate.
Samfélagsmiðlar TikTok Börn og uppeldi Mál Andrew Tate Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira