Mál Andrew Tate

Fréttamynd

Bræðurnir Tate lausir úr stofu­fangelsi, aftur

Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum.

Erlent
Fréttamynd

Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu

Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“

Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate laus úr stofufangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Segja rannsóknina hafa undið upp á sig

Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex.

Erlent
Fréttamynd

Tate-bræður úr­skurðaðir í stofu­fangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda Andrew Tate, bróðir hans Tristan og tveir vitorðsmenn þeirra eru lausir úr gæsluvarðhaldi í Rúmeníu. Þeir hafa hins vegar verið úrskurðaðir í stofufangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Erlent
Fréttamynd

Nauðganir, „þræla­hald“ og falskt lof­orð um hjóna­band

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.

Erlent
Fréttamynd

Á­frýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast sak­lausir

Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Dómari út­skýrir gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir Tate-bræðrum

Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Tate segist ekkert hafa gert af sér

Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate

Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 

Erlent
Fréttamynd

Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. 

Erlent
Fréttamynd

Engin ára­móta­teiti hjá Tate

Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Erlent
Fréttamynd

Hlakkar í Thun­berg yfir hand­töku Tate

Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu

Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna.

Erlent
Fréttamynd

Hold­gervingur eitraðrar karl­mennsku slær í gegn á TikTok

Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi.

Erlent