Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 23:19 Andrew Tate og bróðir hans, Tristan Tate, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um mansal og nauðgun. EPA/CRISTEL Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Dómstóllinn birti greinargerð í máli sakborninganna í dag þar sem raktar voru ástæður fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Bræðurnir eru taldir sérstaklega hættulegir og eru sagðir hafa einbeitt sér að fórnarlömbum, konum, í viðkvæmri stöðu. Þær hafi verið neyddar til að vinna sleitulaust í tólf klukkustundir í senn og í besta falli fengið fimm mínútna pásu. Sjá einnig: Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna og almenningsálits. Þeir þurfa því að sitja í gæsluvarðhaldi þar til 27. febrúar næstkomandi en gert er ráð fyrir því að áfrýjun verði tekin fyrir í næstu viku. Bræðurnir eru í haldi ásamt tveimur rúmenskum konum. Fjórmenningarnir eru taldir hafa neytt konur til að framleiða klám á netinu, sem deilt var á síðum á borð við OnlyFans og TikTok. Hafi sálræn misneyting ekki gengið eftir, segir dómarinn að gripið hafi verið til líkamlegs ofbeldis. Dómari segir bræðurna hafa beitt sérstakri aðferð (e. loverboy-method) sem jafnan hefur verið beitt gegn mansalsfórnarlömbum. Bræðurnir hafi talið konunum trú um að þeir hefðu áhuga á ástarsambandi við þær og lokkað þær til sín á fölskum forsendum. Tate hefur neitað ásökununum og segir saksóknara í Rúmeníu ekkert hafa í höndunum. Hann segir engin sönnunargögn hafa fundist og eina ástæðan fyrir fangelsisvistinni væri að yfirvöld í Rúmeníu ætluðu að stela bílunum hans og peningum.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14. janúar 2023 22:02
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45