Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. mars 2024 22:04 „Vá, jafnvel Ísland,“ sagði Elon Musk við tíst Andre Tate um þingpallaatvikið EPA/Ásmundur Friðriksson Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu. Andrew Tate hóf umræðuna sem Musk og Sigmundur Davíð áttu eftir að taka þátt í. Hann deildi myndbandi af atvikinu á samfélagsmiðlinum X og fullyrti að „Evrópa væri búin“ og lýsti í kjölfarið áhyggjum sínum af flóttamannamálum í Evrópu. Tate fullyrti að „hvítum“ stúlkum væri nauðgað og drepnar á hverjum einasta degi af flóttamönnum og vildi meina að fréttamiðlar væru ekki að fjalla um það. „Ísland? Bróðir… Ísland?“ segir Tate í færslu sinni og heldur því fram að femínismi hafi náð þar völdum. Elon Musk, sem er eigandi X, sá færslu Tate og bætti við ummælum: „Vá, jafnvel Ísland.“ Í kjölfarið deildi Sigmundur færslu Musk og skrifaði „Ísland er orðið frægt af nýjum ástæðum.“ Umdeildur á samfélagsmiðlum Vera Tate á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hefur verið af og á. Hann hefur verið bannaður á miðlinum nokkrum sinnum vegna orðræðu sinnar, sem hafi ýtt undir kvenhatur og eitraða karlmennsku. Hann fékk lífstíðarbann árið 2022, en eftir að Musk keypti miðillinn sama ár var fallið frá þeirri ákvörðun og hann sneri aftur á X. Skömmu eftir að banninu var aflétt var Tate handtekinn ásamt bróður sínum Tristan Tate. Hann hefur nú verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu, þar sem hann er búsettur. Tate er enn í farbanni en dómur hefur ekki fallið í málinu. Þinginu brá Mótmæli mannsins á þingpöllunum á mánudag vöktu líka athygli hérlendis. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, varð vitni að atvikinu og sagði að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu á mánudag. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins. Segja stefnu ríkisstjórnarinnar grimma Síðdegis í dag sendu samtökin No Borders á Íslandi frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðust styðja mótmælandann, en á sama dag og atvikið átti sér stað héldu samtökin mótmæli á Austurvelli þar sem útlendingafrumvarpi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var mótmælt. Það var einmitt Guðrún sem stóð í ræðupúlti Alþingis og mælti fyrir frumvarpi sínu þegar mótmælandinn fór yfir grindverkið. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í tilkynningu No Borders. X (Twitter) Mál Andrew Tate Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. 7. mars 2024 18:31 „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. 31. ágúst 2023 16:19 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Andrew Tate hóf umræðuna sem Musk og Sigmundur Davíð áttu eftir að taka þátt í. Hann deildi myndbandi af atvikinu á samfélagsmiðlinum X og fullyrti að „Evrópa væri búin“ og lýsti í kjölfarið áhyggjum sínum af flóttamannamálum í Evrópu. Tate fullyrti að „hvítum“ stúlkum væri nauðgað og drepnar á hverjum einasta degi af flóttamönnum og vildi meina að fréttamiðlar væru ekki að fjalla um það. „Ísland? Bróðir… Ísland?“ segir Tate í færslu sinni og heldur því fram að femínismi hafi náð þar völdum. Elon Musk, sem er eigandi X, sá færslu Tate og bætti við ummælum: „Vá, jafnvel Ísland.“ Í kjölfarið deildi Sigmundur færslu Musk og skrifaði „Ísland er orðið frægt af nýjum ástæðum.“ Umdeildur á samfélagsmiðlum Vera Tate á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hefur verið af og á. Hann hefur verið bannaður á miðlinum nokkrum sinnum vegna orðræðu sinnar, sem hafi ýtt undir kvenhatur og eitraða karlmennsku. Hann fékk lífstíðarbann árið 2022, en eftir að Musk keypti miðillinn sama ár var fallið frá þeirri ákvörðun og hann sneri aftur á X. Skömmu eftir að banninu var aflétt var Tate handtekinn ásamt bróður sínum Tristan Tate. Hann hefur nú verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu, þar sem hann er búsettur. Tate er enn í farbanni en dómur hefur ekki fallið í málinu. Þinginu brá Mótmæli mannsins á þingpöllunum á mánudag vöktu líka athygli hérlendis. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, varð vitni að atvikinu og sagði að tilefni væri til að endurmeta öryggismál á þingi. „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp. Það sama á held ég við um þá þingmenn sem voru í salnum. Það er auðvitað óþægilegt þegar svona uppákomur verða en hins vegar tókst þingvörðum og lögreglu sem var þarna á svæðinu að ná stjórn á atburðarásinni mjög hratt þannig þetta var ekki langur tími sem leið þangað til að komin var ró,“ sagði Birgir við fréttastofu á mánudag. Daginn eftir atvikið kom fram að maðurinn hefði verið látinn laus út haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Ekki liggur fyrir hvort hann verði sektaður eða ákærður vegna atviksins. Segja stefnu ríkisstjórnarinnar grimma Síðdegis í dag sendu samtökin No Borders á Íslandi frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðust styðja mótmælandann, en á sama dag og atvikið átti sér stað héldu samtökin mótmæli á Austurvelli þar sem útlendingafrumvarpi Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var mótmælt. Það var einmitt Guðrún sem stóð í ræðupúlti Alþingis og mælti fyrir frumvarpi sínu þegar mótmælandinn fór yfir grindverkið. „Grimm stefna ríkisstjórnar í útlendingamálum skapar slíka neyð og örvæntingu að grípa verður til örþrifaráða,“ segir í tilkynningu No Borders.
X (Twitter) Mál Andrew Tate Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. 7. mars 2024 18:31 „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. 31. ágúst 2023 16:19 Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sjá meira
Segjast styðja manninn sem hafi gripið til örþrifaráða Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn. 7. mars 2024 18:31
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01
Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. 31. ágúst 2023 16:19