Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Haukur Harðarson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar