Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Haukur Harðarson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun