Frelsi til ákvöðunar um eigið líf án þess að vera úthrópaður og dæmdur! Bergljót Davíðsdóttir skrifar 14. janúar 2022 15:31 Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna. Sjálf er ég bólusett, en það breytir ekki því að ég gæti smitast án þess að vita af því og þar með smitað annað fólk. Ég gagnrýni þá meðferð sem þeir sem efast fá, en vilja vitneskju um neikvæð áhrif, en fá ekki þær upplýsingar í fjölmiðlum. Þeir sem, vilja vita meira en hafa ekki þekkingu til að rýna í tölur eða finna upplýsingar sem hægt er að treysta. Þeir eru úthrópaðir fyrir að tjá skoðanir sínar. Þess vegna er ég hrædd við þessu ofsafengnu viðbrögð og hvernig fólki er skipt í tvo flokka í þessari umræðu. Það er ekkert eðlilegt við þá miklu heift og þöggun sem einkennir þessa umræðu sem veldur skorti á vitrænum skoðanaskiptum. Það sem ég óttast enn frekar er persónufrelsi okkar. Það er hættulegt í okkar lýðræðis samfélagi að þegnarnir geti ekki valið hvort efni er sprautað í það eða ekki. Það samræmist ekki því sem við köllum frelsi einstaklings. Umræðan um ferðapassa annars vegar er einmitt það sem við ættum öll að óttast, því ef að það verður ofan á, þá er búið að hefta frelsi okkar til að fara úr landi. Hins vegar er það fréttir um að fyrirtæki íhugi að segja upp þeim starfsmönnum. sem, ekki geti framvísað sönnun þess að hafa verið bólusettir. Ég trúi ekki að fólk hugsi ekki um hvað þessi einsleita umræða getur leitt af sér. Ég man svo langt aftur að þau eru mörg dæmin um múgæsing, sem olli skaða, en þegar frá leið kom í ljós að meirihluti þeirra sem höfðu hátt, höfðu rangt fyrir sér. Þess vegna hvet ég fólk til úthrópa ekki þá sem vekja athygli á upplýsingum um neikvæð áhrif, heldur velta fyrir sér og mynda sér síðan eigin skoðun. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna. Sjálf er ég bólusett, en það breytir ekki því að ég gæti smitast án þess að vita af því og þar með smitað annað fólk. Ég gagnrýni þá meðferð sem þeir sem efast fá, en vilja vitneskju um neikvæð áhrif, en fá ekki þær upplýsingar í fjölmiðlum. Þeir sem, vilja vita meira en hafa ekki þekkingu til að rýna í tölur eða finna upplýsingar sem hægt er að treysta. Þeir eru úthrópaðir fyrir að tjá skoðanir sínar. Þess vegna er ég hrædd við þessu ofsafengnu viðbrögð og hvernig fólki er skipt í tvo flokka í þessari umræðu. Það er ekkert eðlilegt við þá miklu heift og þöggun sem einkennir þessa umræðu sem veldur skorti á vitrænum skoðanaskiptum. Það sem ég óttast enn frekar er persónufrelsi okkar. Það er hættulegt í okkar lýðræðis samfélagi að þegnarnir geti ekki valið hvort efni er sprautað í það eða ekki. Það samræmist ekki því sem við köllum frelsi einstaklings. Umræðan um ferðapassa annars vegar er einmitt það sem við ættum öll að óttast, því ef að það verður ofan á, þá er búið að hefta frelsi okkar til að fara úr landi. Hins vegar er það fréttir um að fyrirtæki íhugi að segja upp þeim starfsmönnum. sem, ekki geti framvísað sönnun þess að hafa verið bólusettir. Ég trúi ekki að fólk hugsi ekki um hvað þessi einsleita umræða getur leitt af sér. Ég man svo langt aftur að þau eru mörg dæmin um múgæsing, sem olli skaða, en þegar frá leið kom í ljós að meirihluti þeirra sem höfðu hátt, höfðu rangt fyrir sér. Þess vegna hvet ég fólk til úthrópa ekki þá sem vekja athygli á upplýsingum um neikvæð áhrif, heldur velta fyrir sér og mynda sér síðan eigin skoðun. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar