Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar 25. nóvember 2024 14:21 Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Dæmi um þetta er stofnun Landsnets, sem var einu sinni hluti af Landsvirkjun. Hér er engin raunveruleg samkeppni í raforkuflutningi, landið er eitt kerfi og því er að mínu mati farsælast að hafa allt á einni hendi. Að sama skapi finnst okkur að orkupakkar ESB eigi engan veginn við hér, enda koma þessar hugmyndir frá löndum sem eru margfalt stærri en við og þar sem samkeppni á að ríkja milli orkuframleiðenda og flutningsaðila. Sæstrengur til landsins myndi ekki aðeins margfalda raforkuverð, heldur einnig minnka orkuöryggi landsins til muna. Þá geta erlendir aðilar stýrt einhliða hvað þeir taka mikla raforku frá Íslandi, en litlir aðilar eins og við, koma engum vörnum við. Ísland gæti aldrei fjármagnað slíkan sæstreng og því yrði ESB í ráðandi hlutverki. Þannig er best að við sjáum um okkar raforkukerfi sjálfir, sem hefur reynst okkur vel í áratugi. Raforkukerfið okkar sl 50 ár hefur byggst á notkun jarðhita sem grunnafl og vatnsafls til að dekka aðra eftirspurn. Kerfið okkar með 25% raforku frá jarðhita og 75% frá vatnsafli er næstum því snilld, enda jarðhitinn stöðugur og traustur, en vatnsafl auðvelt að stjórna eftir þörfum. Með tilkomu vindorku gæti þetta breyst til muna, en vindur getur komið og farið innan mínútna. Tölvustýringarkerfið sem þarf til að höndla vindorku er því afar flókið og þ.a.l. dýrt sem mun auka raforkukostnað enn frekar. Við sjáum í dag mörg lönd vera í talsverðum vandræðum með vindorkuna sína, þar sem framleiðslan getur verið annað hvort of eða van, þannig að önnur orkuver lenda í miklum vandræðum og kostnaði við að aðlagast raforkuframleiðslu frá vindorku sem er jú yfirleitt í forgangi. Í mínum huga er þetta allt spurning um kostnað og ávinning fyrir þjóðina. Raforkukerfið ætti að mínu mati að vera í eigu landsmanna vegna smæðar landsins. Landsvirkjun og fleiri orkufyrirtæki er nú þegar í eigu landsmanna og ættu því að hafa ávinning fyrir landsmenn að leiðarljósi. Með því móti höldum við raforkuverði áfram lágu, sem er mikilvægt atriði á stefnuskrá flokksins. Þannig leggjum við til að auka notkun jarðhita og vatnsafls, en hinkra aðeins með vindorku þar til við getum lært af mistökum nágrannalanda okkar. Þarna mætti bæta við að raforkuframleiðsla og eftirspurn þurfa á öllum tímum að vera nákvæmlega eins, en þar liggur vandinn gagnvart stýringu. Þegar þetta jafnvægi er ekki til staðar, þá gerast hlutir eins og um daginn, þegar hálft landið varð raforkulaust en sum svæði fengi allt of mikið af því góða. Vindorkan gæti sem sagt mögulega aukið á þetta vandamál, með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn. Höldum orkumálum Íslendinga á okkar höndum og kjósum Lýðræðisflokkinn. X-L. Höfundur er sérfræðingur í þróun orkuverkefna og í 3. sæti Lýðræðisflokksins í SV-kjördæmi. Hann býr í Hafnarfirði og er frkvstj. Consent Energy ehf.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun