Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2024 14:42 Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar