Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 08:51 Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar