Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar 25. nóvember 2024 13:03 „Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
„Ehf-gatið“ vísar til þess hvernig einstaklingar geta lækkað eigin skattgreiðslur með því að reka tekjur sínar í gegnum einkahlutafélag (ehf.) og greiða sér fjármagnstekjur (t.d. arð) í stað launa sem bera hærri skattprósentu. Þessi glufa kemur þó aðeins í ljós þegar arðgreiðslur fara yfir ákveðin mörk, nánar tiltekið 2,5 milljónir króna á mánuði, þar sem skattbyrði á arð verður lægri en á launatekjur. Ef við skoðum virka skattprósentu – hlutfallið milli þess sem greitt er í skatt og heildartekna – má sjá þetta skýrt á eftirfarandi mynd: Blái ferillinn sýnir virka skattprósentu launatekna, en rauði ferillinn sýnir virka skattprósentu arðgreiðslna. Þegar rauði ferillinn liggur undir þeim bláa er hagstæðara að greiða sér arð í stað launa, og þar liggur ehf-gatið. Nýlega birti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, færslu sem bar heitið Stækkum „ehf-gatið“. Þar fjallar hún um mikilvægi þess að styðja við sjálfstætt starfandi einstaklinga, svo sem iðnaðarmenn, smiði, rafvirkja og hárgreiðslufólk. Hún bendir á að þessi hópur búi nú þegar við hærri skattbyrði en þeir sem starfa sem launþegar. Í færslunni leggur Áslaug fram dæmi: Einstaklingur með 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir um 38% virkan skatt ef hann rekur tekjur sínar í gegnum ehf í stað 31% ef hann væri hefðbundinn launþegi. Hún ályktar að í stað þess að þrengja að sjálfstæðum rekstraraðilum með hærri sköttum sé nauðsynlegt að „stækka“ ehf-gatið til að bæta rekstrarumhverfi smærri fyrirtækja og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Það er mikilvægt að undirstrika að Áslaug Arna einblínir alfarið á vinstri helming grafsins, þar sem arðgreiðslur eru undir 2,5 milljónum króna. Hins vegar kemur hið raunverulega ehf-gat aðeins fram á hægri helmingi grafsins, þar sem hátekjuhópar njóta skattalegra hagræða af stórum arðgreiðslum. Það svæði lætur hún óumrætt – annaðhvort vegna þess að hún skilur ekki kjarna málsins eða meðvitað til að afvegaleiða umræðuna um ehf-gatið. Tillögur hafa verið lagðar fram sem bæði gætu komið til móts við hagsmuni lítilla einkahlutafélaga og lokað raunverulegu ehf-gati. Samfylkingin vill hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% og rýmka frítekjumörk vaxtatekna til að verja litla rekstraraðila fyrir aukinni skattbyrði. Þó þetta sé skref í rétta átt, þá gengur það ekki nógu langt því til að loka ehf-gatinu að fullu með þessum hætti þyrfti að hækka fjármagnstekjuskatt upp í 32%. Betri lausn væri þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur með frítekjumörkum, eins og Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar leggja til, sem myndi ekki aðeins loka ehf-gatinu heldur einnig tryggja réttláta dreifingu skattbyrðinnar eftir tekjustigi. Ef hægri flokkarnir meina eitthvað með tali sínu um að styðja iðnaðarmenn, hárgreiðslufólk og smárekstraraðila, ættu þeir að styðja tillögur sem loka raunverulegu ehf-gati. Slíkar aðgerðir myndu bæði bæta stöðu sjálfstæðra atvinnurekenda og gera skattkerfið sanngjarnara. Hinsvegar, ef þeir einblína á að verja núverandi kerfi, þar sem fjárhagslegt hagræði rís einkum þeim til góða sem greiða háar fjárhæðir í arð, þá er erfitt að líta framhjá þeirri mynd sem það dregur upp. Hún gefur til kynna að áherslan sé frekar á að styðja þá sem standa sterkt fjárhagslega en á þá sem starfa af dugnaði í iðnaði og smærri rekstri. Þetta vekur spurningar um hvort raunverulegur vilji sé að styðja alþýðufólk og smárekstur eða hvort þetta sé frekar varnartilraun fyrir þá sem þegar njóta umtalsverðs skattalegs ávinnings. Höfundur er doktorsnemandi í eðlisfræði.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun