Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar 25. nóvember 2024 13:33 Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar