Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Gervigreind Rafmyntir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er mjög margt í lífi okkar nútímamannsins sem er gervi og mætti segja að við lifum svokölluðu gervilífi að mörgu leyti. Það bætist sífellt í flóruna af gervilausnum og hér eru talin upp nokkur dæmi. Gervigreind Það er fátt meira rætt í dag en gervigreindin sem er að tröllríða tölvu- og tækniheiminum. Okkur veitir kannski ekki af gervigreind því það vantar oft mikið upp á greind okkar mannanna.Mun gervigreindin leysa öll okkar helstu vandamál eða taka yfir heiminn þar sem við verðum leidd áfram af gervigreindinni? Vonandi mun gervigreindin vera tæki til að gera líf okkar hamingjuríkara og innihaldsríkara. En gervigreindin getur vissulega verið með þúsundfalda greind á við okkur mannfókið en hana vantar gáfur sem við mannfólkið nýtum okkur vonandi til að gera gervigreindina nytsamlega.Eins og gervigreindin er kynnt þá virðist hún ætla að verða tæknin sem gerir flest mannanna verk og hugsanir óþarfar. Kannski verðum í við öll í framtíðinni bara fyrir framan tölvuskjái/síma og sendum gervigreind skipanir um að sjá um vinnuna okkar, innkaupin, samskiptin og við sitjum þá bara heima og teljum peningana okkar (en gervigreindin getur svo sem örugglega líka talið þá fyrir okkur). Gervimatur Það er fáránlega mikið framboð af mikið unnum verksmiðjumat sem hægt er að kalla gervimat, með mikið af sykri, óhollri fitu, gervisætuefnum, fylliefnum, bragðefnum og öðrum aukaefnum. Þessi gervimatur á lítið sem ekkert skylt við næringarríkan og náttúrulegan mat sem er lífsnauðsynlegur fyrir okkur mannfólkið. Mikið af svona gerunnum matvörum hafa sýnt sig ýta undir mikla fjölgun lífsstílssjúkdóma undanfarna áratugi. Gervipeningar (rafmynt) Líklega ekki það versta í okkar gerviheimi er rafmyntin því peningar í formi seðla eru á útleið. Persónulega sér maður sjálfur lítið af peningum, reikningar eru greiddir rafrænt og flest kaup mín fara líka fram rafrænt. Framtíðin er greinilega þannig að venjulegir seðlar verða ekki til eins og við sjáum þá í dag. Gerviplöntur Ég er mikið fyrir lifandi pottaplöntur og þær eru nær óteljandi plönturnar á mínu heimili. Svo mikið er af plöntum á heimilinu að konunni blöskrar og er reglulega að gefa plönturnar mínar. Þessar plöntur á heimilinu eru til prýði og stuðla að betri loftgæðum. En gerviblóm á ég mjög erfitt með og finnst þau alltaf mun verri kostur en alvöru (lifandi) plöntur. Ég skil ekki fólk eða fyrirtæki sem fylla vistarverur sínar af gerviblómum. Gerviliðir (og líffæri) Gerviliðir er góð uppfinning því mjaðma- og hnáliðir hafa bjargað stoðkerfi margra og þá sérstaklega á efri árum. Össur stoðtækjafyrirtæki hefur líka sérhæft sig í því að framleiða gerviútlimi sem hafa nýst ótrúlega mörgum um allan heim.Ef að tæknin væri kominn þangað þá væri líka mikil eftirspurn í gervilíffæri eins og hjarta, nýru, lifur og bris, því nútímalífsstíll með ofgnótt gervimatar og hreyfingarleysis fer illa með líffæri mannsins. Þessar gervilausnir hafa sýna kosti og galla en vonandi endum við ekki sem gervimanneskjur með mikilli notkun gervilausna.Það eina sem er ekki gervi í þessari gerviveröld er kvíðinn sem hellist yfir mig vegna þess að ég er týndur gerviheimi. Höfundur er næringarfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun