Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 13:40 Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar. Ýmsar töfralausnir hafa verið í umræðunni en það er eitt lykilatriði sem fer sjaldan hátt í þeirri umræðu: með því að greiða kennurum samkeppnishæf laun er hægt að fá menntaða kennara, sem hafa leitað í önnur störf, aftur til starfa í skólana. Laun kennara eru ekki aðeins kjaramál – þau eru jafnréttismál, byggðamál og grundvallarforsenda velgengni íslensks samfélags. Kjaradeila kennara, óvænt afskipti og sérfræðiþekking viðskiptaráðs hafa gert menntamál að mikilvægasta málefni þessara kosninga sem enginn er þó að ræða um, nema kannski örfáir kennarar sem ætla að flýja kennarastéttina fyrir starf á Alþingi Íslendinga. Það er óásættanlegt að menntun barna okkar fái ekki þá athygli sem hún á skilið í pólitískri umræðu og það er tímabært að boða breytingar í rekstri og viðhorfum. Ráða sveitarfélögin við verkefnið? Kennarar eru grunnstoð samfélagsins sem nauðsynlegt er að fjárfesta í. Á Íslandi bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskólanna, að meðtöldum launum kennara. Stór hluti tekna sveitarfélaga fer í rekstur grunnskólanna og víða er fjárhagurinn þröngur. Það eru að verða 30 ár síðan rekstur grunnskólanna var fluttur frá ríkinu til sveitarfélaga. Kröfur til grunnskólanna um þjónustu hafa vaxið og þrátt fyrir góðan ásetning hefur reynslan sýnt að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Fíllinn í umræðunni hefur verið sá að sveitarfélögin ráða ekki við kostnaðinn, sem leiðir til þess að kennarar fá ekki laun til jafns við sambærilega sérfræðinga á vinnumarkaði. Afleiðingarnar eru kennaraskortur og kerfi sem ógnar framtíð menntunar í landinu. Ríkið þarf að taka ábyrgð Til að tryggja sjálfbært skólakerfi þarf að endurskoða rekstur þess. Sem kennari tel ég að laun og kjör kennara eigi að vera á ábyrgð ríkisins fremur en sveitarfélaga. Ríkið hefur mun öflugri tekjustofna og getur dreift kostnaðinum á landsvísu á meðan sveitarfélög fá svigrúm til að einbeita sér að rekstri skóla, innviðum og stuðningi við nemendur, því slíkri þjónustu er ávallt betur sinnt af nærsamfélaginu. Með því að fjárfesta í menntun, bjóða upp á mannsæmandi kjör og aðstæður og beina sjónum að því að fá menntaða kennara aftur til starfa, getum við tryggt að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð. Menntun er ekki kostnaður; hún er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Fyrsta skrefið að raunverulegum breytingum er að fjárfesta í kennurum, halda í þá sem enn starfa á gólfinu og fá kennara sem hafa horfið, aftur inn í skólana. Kennarar bera byrðarnar Kennarar fá ekki laun sem endurspegla menntun þeirra, ábyrgð og mikilvægi starfsins. Þetta hefur dregið úr aðdráttarafli kennarastarfsins og margir menntaðir kennarar hafa yfirgefið skólana. Skólakerfið glímir nú við alvarlegan kennaraskort, sem eykur álag á okkur sem eftir standa og hefur áhrif á gæði kennslunnar á sama tíma og kröfurnar aukast. Hlutfall ófaglærðra í kennslu hefur verið um 20% á síðustu árum sem þýðir að um einn af hverjum fimm á gólfinu er ekki með formlega kennaramenntun, sem getur haft áhrif á gæði kennslunnar og stuðning við nemendur. Engar vísbendingar eru um annað en að þetta hlutfall leiðbeinenda hækki að óbreyttu. Að ríkið stígi inn sem launagreiðandi kennara er líka jafnréttismál. Í jafnréttisparadísinni Íslandi er kvennastéttum enn haldið niðri í launum og kennarastéttin er þar engin undantekning. Í samanburði launa sem finna má á vef Hagstofunnar má sjá að laun kvenna á landsbyggðinni eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu og munurinn hleypur á hundruðum þúsunda króna á ári. Þessi staða er að hluta skýrð af takmörkuðu atvinnuvali á landsbyggðinni, þar sem störf eins og kennsla og umönnun eru ráðandi, á meðan höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreyttari atvinnumöguleika. Fjárfestum í börnunum okkar Í orðræðu um að íslenska skólakerfið sé með þeim dýrustu í heimi er ekki litið til þess að kostnaður skýrist meðal annars af skólaakstri í dreifðum sveitum þessa lands, misstórum skólum og því að skólahald byggist ekki á hagkvæmniútreikningum. Ég efa að nokkur vilji hverfa aftur til heimavistarskóla fyrir börn frá yngstu bekkjum, til þess að spara peninga. Skólarnir eru hjarta hvers byggðarkjarna og þegar litlu skólarnir hverfa þá fer lífið úr samfélaginu. Tölfræðin segir okkur að samfélög sem fjárfesta í kennurum uppskera á öllum sviðum. Nemendur standa sig betur, jöfnuður eykst og velferð samfélaga verður meiri. Þetta snýst því ekki um hvort menntun megi kosta, heldur hversu mikið við erum tilbúin að fjárfesta til að tryggja bjarta framtíð fyrir börnin okkar. Við verðum að snúa af þeirri braut að líta á menntun sem kostnað í rekstri sveitarfélaga, menntun er fjárfesting fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið allt. Höfundur er kennari og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar. Ýmsar töfralausnir hafa verið í umræðunni en það er eitt lykilatriði sem fer sjaldan hátt í þeirri umræðu: með því að greiða kennurum samkeppnishæf laun er hægt að fá menntaða kennara, sem hafa leitað í önnur störf, aftur til starfa í skólana. Laun kennara eru ekki aðeins kjaramál – þau eru jafnréttismál, byggðamál og grundvallarforsenda velgengni íslensks samfélags. Kjaradeila kennara, óvænt afskipti og sérfræðiþekking viðskiptaráðs hafa gert menntamál að mikilvægasta málefni þessara kosninga sem enginn er þó að ræða um, nema kannski örfáir kennarar sem ætla að flýja kennarastéttina fyrir starf á Alþingi Íslendinga. Það er óásættanlegt að menntun barna okkar fái ekki þá athygli sem hún á skilið í pólitískri umræðu og það er tímabært að boða breytingar í rekstri og viðhorfum. Ráða sveitarfélögin við verkefnið? Kennarar eru grunnstoð samfélagsins sem nauðsynlegt er að fjárfesta í. Á Íslandi bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskólanna, að meðtöldum launum kennara. Stór hluti tekna sveitarfélaga fer í rekstur grunnskólanna og víða er fjárhagurinn þröngur. Það eru að verða 30 ár síðan rekstur grunnskólanna var fluttur frá ríkinu til sveitarfélaga. Kröfur til grunnskólanna um þjónustu hafa vaxið og þrátt fyrir góðan ásetning hefur reynslan sýnt að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Fíllinn í umræðunni hefur verið sá að sveitarfélögin ráða ekki við kostnaðinn, sem leiðir til þess að kennarar fá ekki laun til jafns við sambærilega sérfræðinga á vinnumarkaði. Afleiðingarnar eru kennaraskortur og kerfi sem ógnar framtíð menntunar í landinu. Ríkið þarf að taka ábyrgð Til að tryggja sjálfbært skólakerfi þarf að endurskoða rekstur þess. Sem kennari tel ég að laun og kjör kennara eigi að vera á ábyrgð ríkisins fremur en sveitarfélaga. Ríkið hefur mun öflugri tekjustofna og getur dreift kostnaðinum á landsvísu á meðan sveitarfélög fá svigrúm til að einbeita sér að rekstri skóla, innviðum og stuðningi við nemendur, því slíkri þjónustu er ávallt betur sinnt af nærsamfélaginu. Með því að fjárfesta í menntun, bjóða upp á mannsæmandi kjör og aðstæður og beina sjónum að því að fá menntaða kennara aftur til starfa, getum við tryggt að íslenskt menntakerfi verði í fremstu röð. Menntun er ekki kostnaður; hún er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Fyrsta skrefið að raunverulegum breytingum er að fjárfesta í kennurum, halda í þá sem enn starfa á gólfinu og fá kennara sem hafa horfið, aftur inn í skólana. Kennarar bera byrðarnar Kennarar fá ekki laun sem endurspegla menntun þeirra, ábyrgð og mikilvægi starfsins. Þetta hefur dregið úr aðdráttarafli kennarastarfsins og margir menntaðir kennarar hafa yfirgefið skólana. Skólakerfið glímir nú við alvarlegan kennaraskort, sem eykur álag á okkur sem eftir standa og hefur áhrif á gæði kennslunnar á sama tíma og kröfurnar aukast. Hlutfall ófaglærðra í kennslu hefur verið um 20% á síðustu árum sem þýðir að um einn af hverjum fimm á gólfinu er ekki með formlega kennaramenntun, sem getur haft áhrif á gæði kennslunnar og stuðning við nemendur. Engar vísbendingar eru um annað en að þetta hlutfall leiðbeinenda hækki að óbreyttu. Að ríkið stígi inn sem launagreiðandi kennara er líka jafnréttismál. Í jafnréttisparadísinni Íslandi er kvennastéttum enn haldið niðri í launum og kennarastéttin er þar engin undantekning. Í samanburði launa sem finna má á vef Hagstofunnar má sjá að laun kvenna á landsbyggðinni eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu og munurinn hleypur á hundruðum þúsunda króna á ári. Þessi staða er að hluta skýrð af takmörkuðu atvinnuvali á landsbyggðinni, þar sem störf eins og kennsla og umönnun eru ráðandi, á meðan höfuðborgarsvæðið býður upp á fjölbreyttari atvinnumöguleika. Fjárfestum í börnunum okkar Í orðræðu um að íslenska skólakerfið sé með þeim dýrustu í heimi er ekki litið til þess að kostnaður skýrist meðal annars af skólaakstri í dreifðum sveitum þessa lands, misstórum skólum og því að skólahald byggist ekki á hagkvæmniútreikningum. Ég efa að nokkur vilji hverfa aftur til heimavistarskóla fyrir börn frá yngstu bekkjum, til þess að spara peninga. Skólarnir eru hjarta hvers byggðarkjarna og þegar litlu skólarnir hverfa þá fer lífið úr samfélaginu. Tölfræðin segir okkur að samfélög sem fjárfesta í kennurum uppskera á öllum sviðum. Nemendur standa sig betur, jöfnuður eykst og velferð samfélaga verður meiri. Þetta snýst því ekki um hvort menntun megi kosta, heldur hversu mikið við erum tilbúin að fjárfesta til að tryggja bjarta framtíð fyrir börnin okkar. Við verðum að snúa af þeirri braut að líta á menntun sem kostnað í rekstri sveitarfélaga, menntun er fjárfesting fyrir framtíðina, fyrir börnin okkar og fyrir samfélagið allt. Höfundur er kennari og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun