Nauðsynlegt að endurskoða lög um bókhald og færa þau til nútímans Rúnar Sigurðsson skrifar 14. desember 2021 09:01 Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar