Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 16:02 Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Miðflokkurinn ætlar að bregðast við þessari stöðu á þjóðvegunum og fara að framkvæma fær hann brautargengi til þess. Við viljum til dæmis gera staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæmda innan þeirra með heildstæðum hætti. Það er ein leið til þess að koma hlutunum hratt áfram. Þar skiptir miklu fyrir okkur sem ferðumst um svæðið frá Vík að Höfn að fá nýjan láglendisveg um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Slík framkvæmd myndi ekki aðeins stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni heldur líka nýtast fólk sem er að ferðast alla leið austur á firði sem og stuðla að uppbyggingu hringvegarins um Mýrdal. Fjármagn ríkisins á ekki að fara í kostnaðarsama borgarlínu, Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um hana eins og þær liggja fyrir. Það sem þarf eru einfaldar og hagkvæmar útfærslur á almenningssamgöngum. Það minnkar rask og fer betur með annarri umferð sem er þegar til staðar. Við í Miðflokkum viljum sjá að flugstarfsemi geti blómstrað í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar en jafnframt að Keflavíkurflugvöllur verði meginflugvöllur landsins. Miðflokkurinn mun beita skynsemi í samgöngumálum. Til þess að Miðflokkurinn komist í aðstöðu til þess að breyta þessu er mikilvægt að greiða honum atkvæði 30. nóvember nk. Við vonumst eftir þínum stuðning! Hér má kynna sér stefnu Miðflokksins í samgöngumálum og aðrar kosningaráherslur. Höfundur er áhugakona um samgöngubætur og situr í 5.sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar