Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar 25. nóvember 2024 18:42 Já, góðan daginn hér. Ég er ekki týpan sem hendir frá mér skoðanagreinum hægri vinstri en ég hef smá áhyggjur af kosningabaráttunni sem er í gangi núna. Það stefnir í mjög spennandi kosningar, en einhvern veginn finnst mér málefni barna og ungs fólks, ásamt öðrum tengdum málum, ekki vera nægilega áberandi í umræðunni eða rædd á markvissan hátt. Ég er faðir tveggja dætra á tveimur skólastigum, hef unnið innan frístunda- og æskulýðsgeirans í yfir 20 ár og átt í talsverðu samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið í gegnum tíðina. Það sem ég hef tekið mest eftir hvað varðar málefni barna og ungmenna er að sá stjórnmálaflokkur sem hefur að mestu stjórnað fjármálum þjóðarinnar síðustu 70 árin setti fram áhersluplagg þar sem sumt var góðra gjalda vert. Hins vegar var þar talsvert af klisjum án þess að skýrar leiðir fylgdu með. Einnig voru þar hugmyndir sem bera vott um afturför, eins og að börn sem eru „öðruvísi“ ættu að vera í sérskólum og að taka ætti upp úreltar kennsluáherslur og námsmat (lesist: samræmd próf). Ég hef einnig tekið eftir að Viðreisn hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál og málefni fólks með fíknivanda, sem er afar jákvætt. Hins vegar eru það aðeins frambjóðendur í einu kjördæmi sem virðast setja þau málefni sem standa mínu hjarta næst, í algjöran forgang. Sem leggja alla áhersluna í að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Þetta eru þau sem leggja alla áherslu á að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Það eru frambjóðendur Framsóknar í Reykjavík Norður, þar sem fremst í flokki standa Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður. Ég sjálfur hef aldrei kosið Framsókn og ekki ljáð neinum af fjórflokkunum mitt atkvæði á þessari öld en í fyrsta sinn stefnir í að ég kjósi Framsóknarflokkinn. Það er ekki aðeins vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið upp hér að ofan. Á undanförnum árum hef ég séð mennta- og barnamálaráðuneytið eflast og mikinn kraft koma í framþróun þeirra málaflokka sem það ráðuneyti hefur yfirumsjón með. Að mínu mati hefur meira áunnist innan ráðuneytisins á síðustu þremur árum en á áratugnum þar á undan. Á þessum þingvetri voru mörg mikilvæg mál á leið inn á Alþingi frá ráðuneytinu, og því var það sárt að sjá stjórnina springa á þeim tímapunkti. Ég vil þó halda því til haga að ég var enginn stuðningsmaður síðustu ríkisstjórnar. Sársaukinn stafaði hins vegar af því að á leið inn í þingið voru ný lög um félagsmiðstöðvar, en Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem hefur ekki lögbundið það öfluga æskulýðs- og forvarnarstarf sem þar fer fram. Þá voru ný lög um skólaþjónustu, sem lengi hefur verið beðið eftir, og lög um fjármögnun úrræða fyrir börn sem þurfa mestan stuðning í mennta- og æskulýðsstarfi. Þetta er aðeins hluti þeirra mála sem voru á lokametrunum frá ráðuneytinu. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er ekki ráðherranum einum að þakka, en hann á mikið hrós fyrir sína ástríðu í þessum málum og fyrir að hafa fengið til liðs við sig öflugt og ástríðufullt starfsfólk sem hefur látið hendur standa fram úr ermum. Ef menntamál eru skoðuð sérstaklega hefur lengi vantað aukinn stuðning við útgáfu námsgagna, og lengi hefur verið beðið eftir fyrrgreindum skólaþjónustulögum sem og samræmdu námsmati. Þessi þrenna var á lokametrunum þegar stjórnin sprakk. Ég kom nýlega úr starfstengdri ferð til Eistlands. Það land er efst meðal Evrópulanda samkvæmt Pisa-rannsóknum. Þar, líkt og hér, er áherslan að færast frá klassískum samræmdum prófum yfir í samræmdan fjölþættan námsferil. Í íþróttamálum er loks að sjá fyrir endann á lönguvitleysunni í þjóðarleikvangsmálum. Ekki síður fagna ég auknum áherslum og stuðningi við íþróttaþátttöku barna og ungs fólks með fatlanir. Þá hafa farsældarlögin orðið þess valdandi að öflugt frístundastarf á vegum sveitarfélaga hefur komist betur í sviðsljósið, sem mikilvægur hluti af velferðar- og farsældarkerfi barna. Allt þetta á Ásmundur Einar, Hafdís og fólkið í kringum þau mikinn þátt í að koma á laggirnar. Ég er alls enginn Framsóknarmaður, en ef þau og annað Framsóknarfólk heldur áfram að setja málefni barna og ungs fólks í forgang, er ég til í að veita þeim mitt atkvæði þó ég búi í öðru kjördæmi. Ég skora á kjósendur í Reykjavík Norður að kynna sér betur þær áherslur sem Ásmundur Einar, Hafdís Hrönn og samstarfsfólk þeirra setja á oddinn. Ef þeim tekst að klára ofantöld mál á nýju kjörtímabili, þá skora ég á Ásmund Einar að halda áfram á sömu braut en spýta í lófana er varðar að bæta úr skorti á meðferðarheimilum fyrir ungt fólk og úrræðum fyrir ungmenni sem sýna mikla áhættuhegðun. Kjósum framfarir og bjartari framtíð fyrir börn og ungt fólk næstkomandi laugardag. Höfundur er faðir, deildarstjóri frístundaþjónustu, menntaður kennari og giftur leikskólastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Já, góðan daginn hér. Ég er ekki týpan sem hendir frá mér skoðanagreinum hægri vinstri en ég hef smá áhyggjur af kosningabaráttunni sem er í gangi núna. Það stefnir í mjög spennandi kosningar, en einhvern veginn finnst mér málefni barna og ungs fólks, ásamt öðrum tengdum málum, ekki vera nægilega áberandi í umræðunni eða rædd á markvissan hátt. Ég er faðir tveggja dætra á tveimur skólastigum, hef unnið innan frístunda- og æskulýðsgeirans í yfir 20 ár og átt í talsverðu samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið í gegnum tíðina. Það sem ég hef tekið mest eftir hvað varðar málefni barna og ungmenna er að sá stjórnmálaflokkur sem hefur að mestu stjórnað fjármálum þjóðarinnar síðustu 70 árin setti fram áhersluplagg þar sem sumt var góðra gjalda vert. Hins vegar var þar talsvert af klisjum án þess að skýrar leiðir fylgdu með. Einnig voru þar hugmyndir sem bera vott um afturför, eins og að börn sem eru „öðruvísi“ ættu að vera í sérskólum og að taka ætti upp úreltar kennsluáherslur og námsmat (lesist: samræmd próf). Ég hef einnig tekið eftir að Viðreisn hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál og málefni fólks með fíknivanda, sem er afar jákvætt. Hins vegar eru það aðeins frambjóðendur í einu kjördæmi sem virðast setja þau málefni sem standa mínu hjarta næst, í algjöran forgang. Sem leggja alla áhersluna í að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Þetta eru þau sem leggja alla áherslu á að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Það eru frambjóðendur Framsóknar í Reykjavík Norður, þar sem fremst í flokki standa Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður. Ég sjálfur hef aldrei kosið Framsókn og ekki ljáð neinum af fjórflokkunum mitt atkvæði á þessari öld en í fyrsta sinn stefnir í að ég kjósi Framsóknarflokkinn. Það er ekki aðeins vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið upp hér að ofan. Á undanförnum árum hef ég séð mennta- og barnamálaráðuneytið eflast og mikinn kraft koma í framþróun þeirra málaflokka sem það ráðuneyti hefur yfirumsjón með. Að mínu mati hefur meira áunnist innan ráðuneytisins á síðustu þremur árum en á áratugnum þar á undan. Á þessum þingvetri voru mörg mikilvæg mál á leið inn á Alþingi frá ráðuneytinu, og því var það sárt að sjá stjórnina springa á þeim tímapunkti. Ég vil þó halda því til haga að ég var enginn stuðningsmaður síðustu ríkisstjórnar. Sársaukinn stafaði hins vegar af því að á leið inn í þingið voru ný lög um félagsmiðstöðvar, en Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem hefur ekki lögbundið það öfluga æskulýðs- og forvarnarstarf sem þar fer fram. Þá voru ný lög um skólaþjónustu, sem lengi hefur verið beðið eftir, og lög um fjármögnun úrræða fyrir börn sem þurfa mestan stuðning í mennta- og æskulýðsstarfi. Þetta er aðeins hluti þeirra mála sem voru á lokametrunum frá ráðuneytinu. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er ekki ráðherranum einum að þakka, en hann á mikið hrós fyrir sína ástríðu í þessum málum og fyrir að hafa fengið til liðs við sig öflugt og ástríðufullt starfsfólk sem hefur látið hendur standa fram úr ermum. Ef menntamál eru skoðuð sérstaklega hefur lengi vantað aukinn stuðning við útgáfu námsgagna, og lengi hefur verið beðið eftir fyrrgreindum skólaþjónustulögum sem og samræmdu námsmati. Þessi þrenna var á lokametrunum þegar stjórnin sprakk. Ég kom nýlega úr starfstengdri ferð til Eistlands. Það land er efst meðal Evrópulanda samkvæmt Pisa-rannsóknum. Þar, líkt og hér, er áherslan að færast frá klassískum samræmdum prófum yfir í samræmdan fjölþættan námsferil. Í íþróttamálum er loks að sjá fyrir endann á lönguvitleysunni í þjóðarleikvangsmálum. Ekki síður fagna ég auknum áherslum og stuðningi við íþróttaþátttöku barna og ungs fólks með fatlanir. Þá hafa farsældarlögin orðið þess valdandi að öflugt frístundastarf á vegum sveitarfélaga hefur komist betur í sviðsljósið, sem mikilvægur hluti af velferðar- og farsældarkerfi barna. Allt þetta á Ásmundur Einar, Hafdís og fólkið í kringum þau mikinn þátt í að koma á laggirnar. Ég er alls enginn Framsóknarmaður, en ef þau og annað Framsóknarfólk heldur áfram að setja málefni barna og ungs fólks í forgang, er ég til í að veita þeim mitt atkvæði þó ég búi í öðru kjördæmi. Ég skora á kjósendur í Reykjavík Norður að kynna sér betur þær áherslur sem Ásmundur Einar, Hafdís Hrönn og samstarfsfólk þeirra setja á oddinn. Ef þeim tekst að klára ofantöld mál á nýju kjörtímabili, þá skora ég á Ásmund Einar að halda áfram á sömu braut en spýta í lófana er varðar að bæta úr skorti á meðferðarheimilum fyrir ungt fólk og úrræðum fyrir ungmenni sem sýna mikla áhættuhegðun. Kjósum framfarir og bjartari framtíð fyrir börn og ungt fólk næstkomandi laugardag. Höfundur er faðir, deildarstjóri frístundaþjónustu, menntaður kennari og giftur leikskólastjóra.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun