Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 20:01 Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun