Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 20:01 Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Það er ekki sjálfgefið að allir geti hugsað vel um börnin sín, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Aðstæður fólks geta verið mjög mismunandi og margvíslegir erfiðleikar geta sett strik í reikninginn. Það búa ekki allir yfir færni og þekkingu um það hvernig heppilegast er að bregðast við mismunandi hegðun og erfiðum aðstæðum og það er mjög eðlilegt. Sá sem lærir á bifreið þarf að fara í aksturstíma, læra umferðarreglurnar og á stjórntækin í bílnum. Það sama gildir um uppalanda sem þarf að kljást við fjölbreytta hegðun ungbarna, barna og unglinga og reyna að hafa áhrif til að bæta hegðun. Hegðun og framkoma barna og unglinga ræðst ekki einungis af persónuleika og erfðum, heldur einnig af umhverfinu og leggja atferlisfræðingar nú ríkari áherslu á þá raunsönnu mynd að umhverfið, foreldrar og fjölskylda, vinahópurinn, kennarar, íþróttaþjálfarar og samfélagsmiðlar hafi meiri áhrif á skoðanir, viðhorf og hegðun en áður. Hver þekkir ekki mótþróa, óhefluð orð eða setninguna: Það mega þetta allir nema ég, þið eruð ömurleg! Árið 2014 ákvað ríkisstjórn Íslands undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að setja á fót ráðherranefnd um lýðheilsu og var undirrituð verkefnisstjóri hennar. Jafnframt var stofnuð ráðgefandi lýðheilsunefnd undir yfirstjórn þáverandi heilbrigðisráðherra. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá landlækni, sveitarfélögum, ÍSÍ, UMFÍ, LEB, félögum hjúkrunarfræðinga, lýðheilsufræðinga og sjúkraþjálfara, Miðstöð lýðheilsuvísinda við HÍ, Samstarfsráði um forvarnir, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, ÖBÍ, SA, Geðhjálp, ASÍ, SÍBS, HA, Læknafélaginu og ráðuneytum. Verkefnið var umfangsmikið og sérstök verkefnisstjórn var sett á fót. Afraksturinn varð Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni 18 ára og yngri. Þessari góðu stefnu hafa stjórnvöld stungið ofan í skúffu til að deyja þar drottni sínum. Ein af aðgerðum stefnunnar var að öllum foreldrum um allt land gæfist kostur á að sækja námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, en það byggist á gagnreyndri þekkingu um árangursríkar uppeldisaðferðir. Námskeiðið hefur verið kennt víða um land og oft tengt leiksskólum og meðgönguvernd og ung- og smábarnavernd innan heilsugæslunnar þar sem gott fagfólk hefur sótt sér réttindi til kennslunnar. Uppeldið hefst á heimilinu og foreldrar kalla eftir aðstoð, aðferðum og orðum til þess að geta betur sinnt uppeldi barna sinna á þeim þroskaskeiðum sem þau ganga í gegn um. Þess vegna þarf að koma því í fastar skorður að foreldrar og uppalendur um allt land geti sótt sér fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir í samskiptum sínum við börn og unglinga og hvernig breyta má óæskilegri hegðun svo hún festist ekki í sessi. Börn eru börn og geta eðlilega tekið upp á ýmsu. Munum einnig að það er margt sem getur haft áhrif á hegðun barna og ungmenna, en það er okkar að reyna að hafa áhrif og beita leiðandi uppeldi til hins betra. Það er hægt að hafa áhrif á hegðun með réttum aðferðum og það er líka mikilvægt að hafa trú á verkefninu. Umfram allt er það ást og væntumþykja sem við þurfum að sýna okkar unga fólki til að hafa áhrif til betri vegar. Hrós og hvatning eru heppilegust í uppeldi en allt annað. Skilyrðislaus hlýðni, skammir og skilningsleysi eru það síður. Komist Miðflokkurinn til áhrifa er nokkuð borðleggjandi að fyrrnefnd aðgerð Lýðheilsustefnunnar verði endurvakin, enda málið brýnt! Kjósið XM! Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun