„Auðvitað er þetta svikamylla“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 15:00 Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Vísir Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. „Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
„Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15