Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 14:12 Glenn Youngkin, verðandi ríkisstjóri Virginíu. AP/Andrew Harnik Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira