Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 09:00 Starfsmenn Cyberninjas liggja yfir atkvæðaseðlum í íþróttahúsi í Phoenix, stærstu borg Arizona. Endurskoðun fyrirtækisins tók mun lengri tíma en til stóð og kostaði hundruð milljónir íslenskra króna. Á endanum virðist hún aðeins hafa staðfest opinber úrslit kosninganna. AP/Matt York Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira