8 mínútur og 39 sekúndur Una Hildardóttir skrifar 13. september 2021 07:30 Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Það er ánægjulegt að sjá áhrif aðgerða stjórnvalda síðastliðin ár staðfest með afgerandi hætti. Við sjáum loks til lands og færumst sífellt nær launajafnrétti en samt sem áður er mikilvægt að leggja ekki árar í bát. Hvers virði er ég? Þrátt fyrir að dregið hafi úr óleiðréttum launamun síðastliðin ár m.a. vegna aðgerða stjórnvalda, t.a.m. með innleiðingu á starfsmati hjá sveitarfélögum og kröfu um jafnlaunavottun, er hann enn til staðar. Til þess að fá sömu laun þarf ég að vinna átta mínútum og 39 sekúndum lengur en karlmaður í sama starfi. Það eru fimm klukkutímar og 45 mínútur á viku eða næstum því 3 vinnudagar á mánuði. Hvert er þá virði mitt, virði okkar? Ef mánaðarlaun hans eru 350.000 kr væru mánaðarlaun mín 45 þúsund krónum lægri. Það eru 540 þúsund krónur á ári, sem ég fæ aldrei að sjá. Konur þurfa fjárhagslegt öryggi og virðingu á vinnumarkaði. Konur þurfa viðurkenningu á framlagi sínu og jafnrétti á vinnumarkaði. Úreltar kynjaímyndir viðhalda misrétti Launamunur segir okkur ekki alla söguna, atvinnutekjur karla eru enn töluvert hærri en kvenna og aðgerðir stjórnvalda hafa ekki beinst að leiðréttingu á launamun sem stafar af kynbundinni skiptingu vinnumarkaðsins. Kynjuð aðgreining er á milli vel launaðra karlastarfa annars vegar og illa launaðra kvennastarfa hins vegar. Kvennastörfin mætti flest öll skilgreina sem umönnunarstörf, sem konur unnu margar hverjar áður launalaust en sinna nú í láglaunastörfum. Virði framlags kvenna og hefðbundinna kvennastarfa til samfélagsins hefur lengi og er enn vanmetið á kerfislægan hátt. Við höfum viðhaldið misréttinu með gildismati sem byggir á úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Nú liggja tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa í samráðsgátt. Leggur starfshópurinn til að skipaður verði aðgerðarhópur, farið verið í sérstakt þróunarverkefni um virðismat starfa og að þróuð verði aðgengileg samningaleið um jafnlaunakröfur einstaklinga og Stéttarfélaga. Áfram af fullum krafti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að skipa aðgerðahóp um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Það er mikilvægt að tryggja áframhaldandi aðgerðir í baráttunni fyrir jöfnum kjörum og að tillögur starfshóps um virði kvennastarfa komist til framkvæmda. Fram undan kann að virðast stutt sigling en sagan segir okkur að baráttan fyrir jafnrétti og jöfnun kjörum hefur aldrei verið auðveld eða sjálfgefin. Við þurfum að brjóta niður kynjaskiptan vinnumarkað og fá störf kvenna metin rétt til launa. Við þurfum raunverulegar aðgerðir og öfluga eftirfylgni viljum við útrýma launamun kynjanna. Ég treysti engum betur en Katrínu Jakobsdóttur til þess að leiða þá vinnu innan stjórnkerfisins, því það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun