Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. mars 2021 12:59 Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það verði áskorun að manna farsóttarhús fyrir norðan og austan en það sé nauðsynlegt. „Því það eru fleiri hlið inn í landið. Norræna kemur til dæmis austur og vélar í millilandaflugi norður.“ Reiknað er með að nokkur hundruð manns muni þurfa að vera í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi á fyrstu dögum apríl. „Við sjáum nokkurn veginn hve margir koma á fyrstu dögunum en það er skrýtinn tími núna vegna páskafrís, fólk að ferðast meira. En þetta eru einhver hundruð manns.“ Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Svandísi Svavarsdóttur í hádeginu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fyrst þegar reglugerðin var kynnt var talað um að ríkið myndi standa undir öllum kostnaði við farsóttarhúsin en nú hefur ráðherra lagt fram nýja tillögu. „Ég geri að tillögu minni að það verði gjald fyrir þetta, tíu þúsund fyrir hvert herbergi fyrir nóttina. En það tekur ekki gildi strax, það þarf tíu daga að minnsta kosti svo það geti tekið gildi upp á fyrirsjáanleikann. En það verður eitthvað upp í kostnaðinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir og gerir ráð fyrir að gjaldtaka hefjist 11. apríl. Fæði er innifalið í gjaldinu og gildir einu hvort einn dvelji í herberginu eða fleiri einstaklingar sem ferðast saman. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að flest smitin innanlands síðustu daga megi rekja til ferðamanns sem ekki virti sóttkví. Mætti herða meira í því ljósi? „Þetta eru ráðstafanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Við vonum að það dugi til að þétta. Nú eru stífari kröfur innanlands en áður, við gripum hratt til ráðstafana, það ásamt þessum hertu aðgerðum á landamærum verða vonandi til þess að þessi bylgja verði styttri og rísi ekki eins hátt.“ Lönd og landsvæði sem eru dökkrauð eða grá má sjá að neðan Evrópa innan EES Belgía Búlgaría Eistland Frakkland Holland Ítalía Kýpur Liechtenstein Malta Noregur Pólland Rúmenía Spánn Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Evrópa utan EES Andorra Kósovó Moldóva Norður Makedónía San Marínó Serbía Svartfjallaland Afríka Kamerún Tansanía Vestur Sahara Seychelles eyjar Ameríkur Bonaire, Sint Eustatius og Saba Curaçao Arúba Úrúgvæ Asía Norður Kórea Tadsíkistan Túrkmenistan Jórdanía Líbanon Palestína Barein Eyjaálfa Aðrar franskar Kyrrahafseyjar Að neðan má sjá tilkynningu af vef stjórnarráðsins í heild sinni. Börn fædd 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku á landamærum Íslands frá og með 1. apríl næstkomandi. Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins. Ferðamenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku. Allir ferðamenn skulu forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir. Frá og með 11. apríl verður innheimt gjald af ferðamönnum fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra setur reglugerð um ofangreindar breytingar sem gerðar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Ef samferðamaðurinn er undanþeginn sóttkví er barnið það sömuleiðis. Barn sem ferðast eitt þarf ekki að fara í sóttkví. Sýnataka hjá einstaklingum með vottorð: Krafa um sýnatöku hjá einstaklingum með bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu er sett vegna vísbendinga um að þessir einstaklingar geti borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað. Krafan er tímabundin og verður endurskoðuð fyrir 1. maí. Skilgreind áhættusvæði: Þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Þetta á við ferðamenn frá löndum eða landsvæðum þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 (dökkrauð svæði) eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir (grá svæði), samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sbr. meðfylgjandi listi yfir þau lönd sem um ræðir. Áætlað er að listinn verði næst uppfærður 9. apríl nk. Sérstakar varúðarráðstafanir Ráðstafanir vegna falsaðra vottorða: Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli í sóttvarnahúsi. Ef dvalartími er stuttur: Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví. Gjaldtaka vegna dvalar í sóttvarnahúsi frá 11. apríl Frá 11. apríl skulu þeir sem dvelja í sóttvarnahúsi greiða gjald fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Gjaldið nemur 10.000 kr. fyrir herbergi hverja nótt og er fæði innifalið. Gildir þá einu hvort einn dvelur í herberginu eða fleiri einstaklingar sem ferðast saman. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. 23. mars 2021 11:46 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það verði áskorun að manna farsóttarhús fyrir norðan og austan en það sé nauðsynlegt. „Því það eru fleiri hlið inn í landið. Norræna kemur til dæmis austur og vélar í millilandaflugi norður.“ Reiknað er með að nokkur hundruð manns muni þurfa að vera í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi á fyrstu dögum apríl. „Við sjáum nokkurn veginn hve margir koma á fyrstu dögunum en það er skrýtinn tími núna vegna páskafrís, fólk að ferðast meira. En þetta eru einhver hundruð manns.“ Sunna Sæmundsdóttir ræddi við Svandísi Svavarsdóttur í hádeginu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fyrst þegar reglugerðin var kynnt var talað um að ríkið myndi standa undir öllum kostnaði við farsóttarhúsin en nú hefur ráðherra lagt fram nýja tillögu. „Ég geri að tillögu minni að það verði gjald fyrir þetta, tíu þúsund fyrir hvert herbergi fyrir nóttina. En það tekur ekki gildi strax, það þarf tíu daga að minnsta kosti svo það geti tekið gildi upp á fyrirsjáanleikann. En það verður eitthvað upp í kostnaðinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir og gerir ráð fyrir að gjaldtaka hefjist 11. apríl. Fæði er innifalið í gjaldinu og gildir einu hvort einn dvelji í herberginu eða fleiri einstaklingar sem ferðast saman. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að flest smitin innanlands síðustu daga megi rekja til ferðamanns sem ekki virti sóttkví. Mætti herða meira í því ljósi? „Þetta eru ráðstafanir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Við vonum að það dugi til að þétta. Nú eru stífari kröfur innanlands en áður, við gripum hratt til ráðstafana, það ásamt þessum hertu aðgerðum á landamærum verða vonandi til þess að þessi bylgja verði styttri og rísi ekki eins hátt.“ Lönd og landsvæði sem eru dökkrauð eða grá má sjá að neðan Evrópa innan EES Belgía Búlgaría Eistland Frakkland Holland Ítalía Kýpur Liechtenstein Malta Noregur Pólland Rúmenía Spánn Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Evrópa utan EES Andorra Kósovó Moldóva Norður Makedónía San Marínó Serbía Svartfjallaland Afríka Kamerún Tansanía Vestur Sahara Seychelles eyjar Ameríkur Bonaire, Sint Eustatius og Saba Curaçao Arúba Úrúgvæ Asía Norður Kórea Tadsíkistan Túrkmenistan Jórdanía Líbanon Palestína Barein Eyjaálfa Aðrar franskar Kyrrahafseyjar Að neðan má sjá tilkynningu af vef stjórnarráðsins í heild sinni. Börn fædd 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku á landamærum Íslands frá og með 1. apríl næstkomandi. Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins. Ferðamenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku. Allir ferðamenn skulu forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir. Frá og með 11. apríl verður innheimt gjald af ferðamönnum fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra setur reglugerð um ofangreindar breytingar sem gerðar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Ef samferðamaðurinn er undanþeginn sóttkví er barnið það sömuleiðis. Barn sem ferðast eitt þarf ekki að fara í sóttkví. Sýnataka hjá einstaklingum með vottorð: Krafa um sýnatöku hjá einstaklingum með bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu er sett vegna vísbendinga um að þessir einstaklingar geti borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað. Krafan er tímabundin og verður endurskoðuð fyrir 1. maí. Skilgreind áhættusvæði: Þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Þetta á við ferðamenn frá löndum eða landsvæðum þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 (dökkrauð svæði) eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir (grá svæði), samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sbr. meðfylgjandi listi yfir þau lönd sem um ræðir. Áætlað er að listinn verði næst uppfærður 9. apríl nk. Sérstakar varúðarráðstafanir Ráðstafanir vegna falsaðra vottorða: Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli í sóttvarnahúsi. Ef dvalartími er stuttur: Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví. Gjaldtaka vegna dvalar í sóttvarnahúsi frá 11. apríl Frá 11. apríl skulu þeir sem dvelja í sóttvarnahúsi greiða gjald fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Gjaldið nemur 10.000 kr. fyrir herbergi hverja nótt og er fæði innifalið. Gildir þá einu hvort einn dvelur í herberginu eða fleiri einstaklingar sem ferðast saman.
Börn fædd 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku á landamærum Íslands frá og með 1. apríl næstkomandi. Gerð verður krafa um að farþegar sem framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu fari í eina sýnatöku við komuna til landsins. Ferðamenn sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku. Allir ferðamenn skulu forskrá fyrir komuna til landsins hvaða dag þeir fara aftur af landi brott, liggi það fyrir. Frá og með 11. apríl verður innheimt gjald af ferðamönnum fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Heilbrigðisráðherra setur reglugerð um ofangreindar breytingar sem gerðar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Sýnataka og sóttkví barna: Börn fædd 2005 eða síðar fara í sýnatöku á landamærunum. Ferðist barn með einstaklingi sem skylt er að sæta sóttkví dvelur barnið þar með honum og losnar úr sóttkví ef síðara sýni úr samferðamanni er neikvætt. Ef samferðamaðurinn er undanþeginn sóttkví er barnið það sömuleiðis. Barn sem ferðast eitt þarf ekki að fara í sóttkví. Sýnataka hjá einstaklingum með vottorð: Krafa um sýnatöku hjá einstaklingum með bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrri sýkingu er sett vegna vísbendinga um að þessir einstaklingar geti borið smit. Þeir þurfa ekki að sæta sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað. Krafan er tímabundin og verður endurskoðuð fyrir 1. maí. Skilgreind áhættusvæði: Þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum skulu dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Þetta á við ferðamenn frá löndum eða landsvæðum þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 (dökkrauð svæði) eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir (grá svæði), samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sbr. meðfylgjandi listi yfir þau lönd sem um ræðir. Áætlað er að listinn verði næst uppfærður 9. apríl nk. Sérstakar varúðarráðstafanir Ráðstafanir vegna falsaðra vottorða: Ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur hafi framvísað fölsuðu vottorði verður hann skyldaður í tvöfalda sýnatöku með sóttkví á milli í sóttvarnahúsi. Ef dvalartími er stuttur: Ferðamanni er skylt að forskrá brottfarardag frá Íslandi liggi hann fyrir. Ef dvalartími er skemmri en nemur áskildum tíma í sóttkví verður það kannað sérstaklega, enda hætt við að viðkomandi muni ekki fylgja reglum um sóttkví. Gjaldtaka vegna dvalar í sóttvarnahúsi frá 11. apríl Frá 11. apríl skulu þeir sem dvelja í sóttvarnahúsi greiða gjald fyrir dvöl í sóttvarnahúsi. Gjaldið nemur 10.000 kr. fyrir herbergi hverja nótt og er fæði innifalið. Gildir þá einu hvort einn dvelur í herberginu eða fleiri einstaklingar sem ferðast saman.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54 Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. 23. mars 2021 11:46 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. 23. mars 2021 08:54
Leigja hótel og skikka fólk af eldrauðu svæðunum í sóttvarnahús Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tvær tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir er tengjast landamærunum og kórónuveirufaraldrinum. 23. mars 2021 11:46