„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Jón Björn Hákonarson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Fleiri fréttir Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent