Til þess er málið varðar Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun