Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 11:47 Um leið og „kex“ Biden hefur verið virkjað, snýr fylgdarmaður Trump aftur til Washington með kjarnorkufótboltann. epa Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira
Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira
Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49