Hverjar verða afleiðingar atburða gærdagsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:42 Tiltekt í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Mikill titringur er í Washington D.C. eftir atburðarás gærdagsins og meðal annars rætt óformlega um að koma forsetanum frá. Bandaríska þingið lauk í gær talningu atkvæða kjörmanna og því ekkert sem kemur í veg fyrir að Joe Biden verði forseti 20. janúar nk. Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira