Hverjar verða afleiðingar atburða gærdagsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:42 Tiltekt í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Mikill titringur er í Washington D.C. eftir atburðarás gærdagsins og meðal annars rætt óformlega um að koma forsetanum frá. Bandaríska þingið lauk í gær talningu atkvæða kjörmanna og því ekkert sem kemur í veg fyrir að Joe Biden verði forseti 20. janúar nk. Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira