Fátt sem getur komið í veg fyrir staðfestingu úrslitanna Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 15:47 Fjölmargir stuðningsmenn Donalds Trump hafa komið saman í Washington DC. AP/Andrew Harnik Þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings munu koma saman í dag og staðfesta sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í nóvember. Þrátt fyrir mótmæli fjölda þingmanna Repúblikana sem hafa, ásamt Donald Trump, fráfarandi forseta, haldið því fram að sigur Bidens sé mögulega ólögmætur eru litlar sem engar líkur á öðru en að niðurstaðan verði staðfest, þó það gæti dregist til morguns vegna mótmælanna. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þó nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagst ætla að staðfesta niðurstöðurnar. Þá hafa fregnir borist af því að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, muni í ræðu sinni gagnrýna þá þingmenn flokksins sem ætla að mótmæla niðurstöðunum. Fjölmargir stuðningsmenn forsetans fráfarandi hafa komið saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC, þar sem þau krefjast þess að niðurstöðum kosninganna verði snúið. Staðfesting þingsins er yfirleitt lítið annað en formsatriði. Varaforseti Bandaríkjanna hefur iðulega stýrt þessari samkomu. Hlutverk hans er að lesa upp niðurstöður tiltekinna ríkja. Trump hefur þó þrýst mikið á Mike Pence, varaforseta sinn, og krafist þess að hann komi í veg fyrir kjör Bidens svo hann geti haldið áfram að vera forseti. Á kosningafundi í Georgíu fyrr í vikunni sagði Trump til að mynda að hann vonaðist til þess að Pence myndi standa sig í stykkinu. Trump sagði Pence vera góðan mann en honum myndi ekki líka jafn vel við hann ef hann hjálpaði sér ekki. Pence mun þó hafa tilkynnt Trump að það gæti hann ekki gert. Hann hefði ekki vald til þess, eins og Trump hefur haldið fram. Trump segir þær fregnir ekki réttar og hann og Pence séu sammála um að varaforsetinn hafi vald til að stöðva staðfestinguna, sem hann hefur ekki. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Trump hélt þó áfram að þrýsta á Pence og kallaði eftir því á Twitter í morgun að varaforsetinn „sýndi hugrekki“. States want to correct their votes, which they now know were based on irregularities and fraud, plus corrupt process never received legislative approval. All Mike Pence has to do is send them back to the States, AND WE WIN. Do it Mike, this is a time for extreme courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Í öðru tísti, sem var eingöngu skrifaði í hástöfum, sagði Trump að Repúblikanar þörfnuðust Hvíta hússins og neitunarvald forsetans. Virtist hann vera að vísa til þess að útlit sé fyrir að Demókratar séu að ná að jafna fjölda þingmanna í öldungadeildinni. Það er þó varaforseti Bandaríkjanna sem ræður úrslitum þar. Þannig mun Kamala Harris, verðandi varaforseti, eiga úrslitaatkvæði í öldungadeildinni. THE REPUBLICAN PARTY AND, MORE IMPORTANTLY, OUR COUNTRY, NEEDS THE PRESIDENCY MORE THAN EVER BEFORE - THE POWER OF THE VETO. STAY STRONG!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur hefur Trump og bandamönnum hans ekki tekist að sýna fram á það. Trump-liðar hafa höfðað tuga dómsmála og hafa nánast öll þeirra ekki farið þeim í vil. Flestum hefur verið vísað frá og í mörgum hefur málflutningi Trump-liða verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum. Fjölmargar rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki farið fram og hafa þær ekki varpað ljósi á hið meinta kosningasvindl. Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að í einrúmi viðurkenni Trump að hann hafi tapað kosningunum en haldi því samt fram að kosningarnar hafi verið ósanngjarnar. Það gerði hann einnig fyrir og eftir kosningarnar 2016, sem hann vann en fékk þó færri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans. Heimildarmenn Politico segja að stærsta ástæða þess að Trump láti ekki af baráttu sinni sé að hann vilji að athyglin beinist að honum og að áfram verði talað um hann í fréttunum. Einn heimildarmannanna, sem hefur rætt persónulega við Trump um málið, sagði þetta vera skömmustulegt fyrir forsetann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þó nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa sagst ætla að staðfesta niðurstöðurnar. Þá hafa fregnir borist af því að Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, muni í ræðu sinni gagnrýna þá þingmenn flokksins sem ætla að mótmæla niðurstöðunum. Fjölmargir stuðningsmenn forsetans fráfarandi hafa komið saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC, þar sem þau krefjast þess að niðurstöðum kosninganna verði snúið. Staðfesting þingsins er yfirleitt lítið annað en formsatriði. Varaforseti Bandaríkjanna hefur iðulega stýrt þessari samkomu. Hlutverk hans er að lesa upp niðurstöður tiltekinna ríkja. Trump hefur þó þrýst mikið á Mike Pence, varaforseta sinn, og krafist þess að hann komi í veg fyrir kjör Bidens svo hann geti haldið áfram að vera forseti. Á kosningafundi í Georgíu fyrr í vikunni sagði Trump til að mynda að hann vonaðist til þess að Pence myndi standa sig í stykkinu. Trump sagði Pence vera góðan mann en honum myndi ekki líka jafn vel við hann ef hann hjálpaði sér ekki. Pence mun þó hafa tilkynnt Trump að það gæti hann ekki gert. Hann hefði ekki vald til þess, eins og Trump hefur haldið fram. Trump segir þær fregnir ekki réttar og hann og Pence séu sammála um að varaforsetinn hafi vald til að stöðva staðfestinguna, sem hann hefur ekki. Sjá einnig: Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Trump hélt þó áfram að þrýsta á Pence og kallaði eftir því á Twitter í morgun að varaforsetinn „sýndi hugrekki“. States want to correct their votes, which they now know were based on irregularities and fraud, plus corrupt process never received legislative approval. All Mike Pence has to do is send them back to the States, AND WE WIN. Do it Mike, this is a time for extreme courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Í öðru tísti, sem var eingöngu skrifaði í hástöfum, sagði Trump að Repúblikanar þörfnuðust Hvíta hússins og neitunarvald forsetans. Virtist hann vera að vísa til þess að útlit sé fyrir að Demókratar séu að ná að jafna fjölda þingmanna í öldungadeildinni. Það er þó varaforseti Bandaríkjanna sem ræður úrslitum þar. Þannig mun Kamala Harris, verðandi varaforseti, eiga úrslitaatkvæði í öldungadeildinni. THE REPUBLICAN PARTY AND, MORE IMPORTANTLY, OUR COUNTRY, NEEDS THE PRESIDENCY MORE THAN EVER BEFORE - THE POWER OF THE VETO. STAY STRONG!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Þrátt fyrir ítrekaðar staðhæfingar um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur hefur Trump og bandamönnum hans ekki tekist að sýna fram á það. Trump-liðar hafa höfðað tuga dómsmála og hafa nánast öll þeirra ekki farið þeim í vil. Flestum hefur verið vísað frá og í mörgum hefur málflutningi Trump-liða verið hafnað vegna skorts á sönnunargögnum. Fjölmargar rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki farið fram og hafa þær ekki varpað ljósi á hið meinta kosningasvindl. Politico hefur eftir heimildarmönnum sínum að í einrúmi viðurkenni Trump að hann hafi tapað kosningunum en haldi því samt fram að kosningarnar hafi verið ósanngjarnar. Það gerði hann einnig fyrir og eftir kosningarnar 2016, sem hann vann en fékk þó færri atkvæði en Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans. Heimildarmenn Politico segja að stærsta ástæða þess að Trump láti ekki af baráttu sinni sé að hann vilji að athyglin beinist að honum og að áfram verði talað um hann í fréttunum. Einn heimildarmannanna, sem hefur rætt persónulega við Trump um málið, sagði þetta vera skömmustulegt fyrir forsetann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue. 6. janúar 2021 13:59
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01
Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01