Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2021 10:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Steve Cannon Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. Lögsóknin beindist að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna en að henni stóðu fulltrúadeildarþingmaðurinn Louie Gohmert og Repúblikanar í Arizona , sem höfðu lýst sig sem kjörmenn í ríkinu, þvert á niðurstöður forsetakosninganna í nóvember. Flókið ferli Þann 14. desember síðastliðinn greiddu 306 kjörmenn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt og 232 kjörmenn greiddu Donald Trump, sitjandi forseta atkvæði sitt, í samræmi við úrslit kosninganna. Þann 6. janúar munu báðar deildir Bandaríkjaþings koma saman til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Í lögsókn Gohmert og félaga var því haldið fram að varaforsetinn hefði vald til þess að velja hvaða atkvæði hvaða kjörmanna væru tekin gild. Pence lagðist gegn lögsókninni Athygli vekur að embætti Pence hvatti dómarann til þess að hafna málinu á þeim grundvelli að það kæmi varaforsetanum ekki við, lögsóknin ætti að beinast gegn þinginu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik Í niðurstöðu dómarans þar sem lögsókninni var hafnað segir að ekki fáist sé að Gohmert og félagar hafi lagagrundvöll til þess að beina lögsókninni að varaforsetanum. Trump-liðar hafa ítrekað staðhæft að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum. Þeir hafa þó ekki getað sýnt fram á það fyrir dómstólum, þrátt fyrir fjölmargar tilraunir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. 20. desember 2020 14:17 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lögsóknin beindist að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna en að henni stóðu fulltrúadeildarþingmaðurinn Louie Gohmert og Repúblikanar í Arizona , sem höfðu lýst sig sem kjörmenn í ríkinu, þvert á niðurstöður forsetakosninganna í nóvember. Flókið ferli Þann 14. desember síðastliðinn greiddu 306 kjörmenn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt og 232 kjörmenn greiddu Donald Trump, sitjandi forseta atkvæði sitt, í samræmi við úrslit kosninganna. Þann 6. janúar munu báðar deildir Bandaríkjaþings koma saman til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Í lögsókn Gohmert og félaga var því haldið fram að varaforsetinn hefði vald til þess að velja hvaða atkvæði hvaða kjörmanna væru tekin gild. Pence lagðist gegn lögsókninni Athygli vekur að embætti Pence hvatti dómarann til þess að hafna málinu á þeim grundvelli að það kæmi varaforsetanum ekki við, lögsóknin ætti að beinast gegn þinginu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna.AP/Andrew Harnik Í niðurstöðu dómarans þar sem lögsókninni var hafnað segir að ekki fáist sé að Gohmert og félagar hafi lagagrundvöll til þess að beina lögsókninni að varaforsetanum. Trump-liðar hafa ítrekað staðhæft að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum. Þeir hafa þó ekki getað sýnt fram á það fyrir dómstólum, þrátt fyrir fjölmargar tilraunir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. 20. desember 2020 14:17 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. 20. desember 2020 14:17
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47