TikTok faldi myndbönd frá notendum sem voru taldir ljótir, fátækir eða fatlaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 19:35 Gögn frá TikTok sýna fram á að stjórnendur forritsins hafi bælt niður myndbönd einstaklinga sem taldir voru ljótir, fátækir eða fatlaðir. getty/Rafael Henrique Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum. Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum.
Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira