Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2020 23:23 Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. Einar Árnason Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Landmannaafréttur hefur gjarnan verið tekinn sem dæmi hjá þeim sem vilja friða hálendið gagnvart sauðfjárbeit. Þetta er svæðið að Fjallabaki sem Land- og Holtamenn nytja en við fylgdum þeim í fjárleitum í haust, eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. „Við erum bara ekki á sama máli og til dæmis Landgræðslan. Meðan landið er í framför þá teljum við okkur nýta landið rétt,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit. „Það er svo fráleitt sem margir halda að það sé verið að ganga á afréttinn. Því það sjá það allir að hann er í mikilli framför,“ segir Geir Ófeigsson úr Næfurholti á Rangárvöllum. Geir Ófeigsson í Næfurholti.Einar Árnason „Við erum með stuttan tíma hérna inni á fjalli. Við förum hér um 10. júlí. Þetta eru sextíu dagar sem við erum að nýta þetta. En grösin hérna inn frá eru mjög kjarnmikil á þeim tíma og eru okkur mjög mikilvæg í okkar búskaparferli,“ segir Erlendur. Kristinn Guðnason fjallkóngur bendir á að bændur hafi í fimmtán ár staðið að uppgræðslu. „Hér sérðu: Við erum að græða hér upp samfara beitinni,“ segir Kristinn og bendir á svæðin í kringum Áfangagil, og bætir við að það sé í samstarfi við Landgræðsluna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Þó að manni finnist landgræðslustjóri stundum ekki vera í sama liði og við,“ segir fjallkóngurinn. „Við erum með umráðaréttinn – nytjaréttinn á þessu svæði. Og honum ætlum við að halda,“ segir Erlendur. „Það féll alveg dómur um það í þjóðlendumálum. Það er alveg skýrt að ríkið hefur umráðaréttinn yfir landinu en við erum með nytjaréttinn. Og það ætlum við að passa,“ segir Erlendur í Skarði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Fjallmönnum fylgt í erfiðum leitum á Landmannaafrétti Fjárleitir Land- og Holtamanna á Landmannaafrétti í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna en göngunum lauk á sjöunda degi með réttum í Áfangagili norðan Heklu. 13. desember 2020 23:52