„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Trump-liðar hafa ítrekað haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum en hafa ekki geta fært sannanir fyrir því. Embættismenn tiltekinna ríkja, eftirlitsaðilar og aðrir sem koma að framkvæmd kosninganna hafa mótmælt þessum ásökunum harðlega. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig eru Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar. Hann sagði í gær að Trump væri í fullum rétti með að sækjast eftir endurtalningu, að höfða mál og opna rannsóknir. Hann tók þó ekki undir ummæli forsetans um kosningasvik. Aðrir forsvarsmenn flokksins og þingmenn hafa slegið á svipaða strengi. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Trump-liðar hafa höfðað fjölda mála í ríkjum eins og Michigan, Pennsylvaníu og Nevada, en enn sem komið er hefur það ekki skilað neinum árangri. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, heimilaði ríkissaksóknurum í gær að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Æðsti saksóknari ráðuneytisins varðandi kosningamál sagði af sér vegna málsins. Tístir og fer svo Í samtali við Washington Post sögðu aðstoðarmenn Trumps að innan framboðsins væru litlar sem engar væntingar um að dómsmál þessi og aðrar aðgerðir skiluðu árangri. Málunum yrði þó haldið til streitu og að hluta til svo hægt sé að halda ásökunum um kosningasvik á lofti. „Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ spurði einn heimildarmaður Washington Post. „Enginn trúir því að niðurstöðunum verði breytt. Hann fór í golf um helgina. Það er ekki eins og hann sé að skipuleggja það hvernig hann komi í veg fyrir að Biden taki völd þann 20. janúar. Hann tístir um dómsmál, þau munu misheppnast, þá mun hann tísta meira um það hvernig kosningunum var stolið og svo mun hann fara.“ Það er í samræmi við það sem háttsettir embættismenn, ráðgjafar við framboð Trumps og bandamenn hans hafa sagt blaðamönnum AP fréttaveitunnar. Það er að markmið lögsóknanna sé ekki að snúa niðurstöðum kosninganna. Það sé að tryggja hollustu stuðningsmanna Trump og þar með áhrif hans innan Repúblikanaflokksins, og að auðvelda honum að sætta sig við tapið. Meina Biden aðgangi að hinu opinbera Ríkisstjórn Trumps hefur meinað embættismönnum að starfa með starfsmönnum framboðs Bidens að valdatöku þess síðarnefnda. Þar fer fremst í fylkingu Emily W. Murphy. Hún var skipuð af Trump til að taka við rekstri stofnunar sem kallast General Services Administration. Það fellur í hlut GSA að skilgreina Biden formlega sem sigurvegara kosninganna svo valdaskiptin geti formlega hafist. Þá fær Biden meðal annars aðgang að fjármagni og skrifstofuhúsnæði svo hægt sé að hefja undirbúninginn. Sem yfirmaður GSA hefur Murphy neitað að gefa starfsmönnum Bidens leyfi til að hefja ferlið með formlegum hætti. Í samtali við blaðamenn New York Times lýsti talsmaður Hvíta hússins ástandinu við árið 2000, þegar sama ferli tafðist eftir kosningabaráttuna á milli Al Gore og George W. Bush.. Talsmaðurinn sagði að það yrði undarlegt af Trump að gefa leyfi fyrir því að hefja ferlið á sama tíma og hann standi í málarekstri vegna kosninganna. Biden-liðar segja þann samanburð þó fáránlegan. Deilurnar árið 2000 hafi snúist um eitt ríki þar sem um 500 atkvæði skildu frambjóðendurna að. Munurinn nú sé mikið meiri en það og að þar að auki sé það einungis eitt tilfelli. Á síðustu 60 árum hafi þetta ferli yfirleitt hafist innan sólarhrings frá kosningunum. Öskrað á starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá Forsvarsmenn framboðs Trumps hafa reynt að stappa stálinu í almenna starfsmenn og hvatt þá til að leggja árar ekki í bát. Það er þrátt fyrir að samningar þeirra renna út þann 15. nóvember og ekkert útlit er fyrir að þeir verði framlengdir. „Þeir eru að segja; „Verið áfram og berjist“. Það er erfitt fyrir fólk að halda baráttunni áfram þegar það sér fram á atvinnuleysi í næstu viku,“ sagði einn heimildarmaður CNN innan framboðsins. Á mánudaginn var haldinn starfsmannafundur þar sem forsvarsmenn framboðsins kvörtuðu yfir dræmri mætingu. Eftir fundinn öskraði aðstoðarmaður framkvæmdastjóra framboðs Trumps á almennan starfsmann fyrir að prenta út ferilskrá sína í prentara framboðsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. 9. nóvember 2020 19:17