Gjörólíkir og óvenjulegir kosningafundir hvor á sinni sjónvarpsstöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 07:25 Donald Trump var í Flórída en Joe Biden í Pennsylvaníu. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira