Gjörólíkir og óvenjulegir kosningafundir hvor á sinni sjónvarpsstöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 07:25 Donald Trump var í Flórída en Joe Biden í Pennsylvaníu. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira